Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 154
Adolf Friðriksson
ÁRSSKÝRSFUR
FORNFEIFASTOFNUNAR
Þann 18. júní 1995 var undirrituð
skipulagsskrá Fornleifastofnunar ís-
lands og send dómsmálaráðuneyti til
samþykktar. Var skráin staðfest af
hálfu ráðuneytisins þann 7. júlí s.á.
(Stj.tíð. 1995, B 62-65, nr. 396) sam-
kvæmt lögum um sjóði og stofnanir
nr. 19/1988. Hófst þar með formleg
starfsemi sjálfseignarstofnunarinnar
Fornleifastofnunar íslands.
Aðdraganda að stofnun FSI má rekja
aftur til ársins 1989, en þá hófu Adolf
Friðriksson og Orri Vésteinsson sam-
starf um rannsóknir og skráningu á
fornleifum. A árunum 1989-1994 var
farið í leiðangra í þessu skyni í alla
landsfjórðunga. Rannsóknargögn og
leiðangursbúnaður úr þessum ferðum
urðu síðan meginhluti af stofnfé sjálfs-
eignarstofnunarinnar.
Fyrstu stjórn FSÍ skipa: Adolf Frið-
riksson, Garðar Guðmundsson og Orri
Vésteinsson. Varamenn eru Birna
Gunnarsdóttir og Mjöll Snæsdóttir.
Skipulagsskrá FSÍ skiptist í níu
greinar, þar sem kveðið er á um til-
gang, stofnfé, stjórn, rannsóknir og
fjárreiður.
í 2. gr. skipulagsskrár segir svo um
tilgang Fornleifastofnunar:
„Tilgangur stofnunarinnar er að efla
rannsóknir og útgáfustarfsemi á sviði
fornleifafræði og skyldra greina. Stofn-
unin skal eiga og reka safn rannsóknar-
gagna og upplýsinga um íslenskar
fornleifar. I hennar nafni skal stunda
grunnrannsóknir í fornleifafræði og
standa að útgáfu á afrakstri þeirra.
í þessu starfi er stofnuninni heimilt
að hafa samstarf við einstaklinga, fyrir-
tæki, félög, sveitarfélög, ríki eða stofn-
anir þeirra”.
I 5. gr. er kveðið nánar á um áherslur
í rannsóknum og útgáfu:
„Stofnunin annast fornleifarannsóknir
á eigin vegum og eða í samvinnu við
aðra aðila. Lögð skal sérstök áhersla á
fornleifaskráningu, fornleifauppgröft,
fornvistfræðirannsóknir, þróun aðferða
og rannsóknir á landnytjum og menn-
ingarsögu.
Kennsla og ráðgjöf um fornleifa-
rannsóknir og verndun fornleifa, heyrir
og til starfssviðs stofnunarinnar.
Stofnunin skal annast útgáfu á tíma-
ritinu Archaeologia Islandica og skal
Archaeologia Islandica 1 (1998) 154-163