Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Qupperneq 155
Ársskýrslur
útgáfan vera með reglubundnum
hætti. Þar skal birta árangur rann-
sókna sem unnar hafa verið á vegum
stofnunarinnar, svo og annað efni er
samræmist markmiðum hennar”.
Fyrirhugað er að birta reglulega árs-
skýrslur FSÍ í tímaritinu. í þetta sinn
eru nú birtar skýrslur fyrir árin 1989-
1997.
1989-1994
1989
Rannsóknir: Árið 1989 fóru Adolf
Friðriksson og Orri Vésteinsson í leið-
angur um Norðurland. Voru í þeirri
ferð skoðaðar m.a. meintar þingstaða-
leifar og hafinn undirbúningur að
rannsóknum á vorþingstöðum, dóm-
hringum og lögréttum.
Eftirlir: Að ósk Þjóðminjasafns Is-
lands var gerð rannsókn á kirkju- og
kirkjugarðsleifum á Hellu á Árskógs-
strönd, sbr.: Adolf Friðriksson & Orri
Vésteinsson (1989) Uppgröftur aÖ Hellu
á Árskógsströnd, ópr.
1990
Rannsóknir: Árið 1990 fékkst styrkur
frá Vísindasjóði til rannsókna á dóm-
hringum og var heimildum um þann
minjaflokk safnað úr öllum landsfjórð-
ungum, en meintir dómhringar og
lögréttur skráðar á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Jafnframt voru gerðar
frekari rannsóknir með uppgrefti í
Belgsholti í Melasveit, á Heynesi og
Gerði í Innra-Akraneshreppi, sbr. Ad-
olf Friðriksson & Orri Vésteinsson
(1992) „Dómhringa saga. Grein um
fornleifaskýringar", Saga. Tímarit Sögu-
félags, 30, 1-19. Við þessar rannsóknir
unnu auk höfunda Garðar Guðmunds-
son, Mjöll Snæsdóttir og Ken Thomas.
1991
Rannsóknir: Árið 1991 veitti Vísinda-
sjóður styrk til rannsókna á meintum
hofminjum. Var heimildum um hoför-
nefni, -minjar og munnmæli safnað á
Norðurlandi. Jafnframt var gerð upp-
mæling á svokallaðri hoftóft í landi
Hofstaða í Mývatnssveit.
Þá voru gerðar að nýju minniháttar
rannsóknir í Gerði og á Heynesi í
Innra-Akraneshreppi fyrir styrk frá
Akraneskaupstað. Við þessar rannsókn-
ir unnu auk skýrsluhöfundar Gavin
Lucas, Mjöll Snæsdóttir, Christopher
Pine og Ken Thomas, sbr. Adolf Frið-
riksson (1991) Fornleifarannsókn að
Gerði, Innri-Akraneshreppi, 13. ágúst
1991, ópr.; - (1991) Fornleifarannsóknir
á Heynesi 1991, ópr.
Fornleifaeftirlit: Adolf Friðriksson
tók þátt í tveimur tilraunaverkefnum á
vegum Skipulags ríkisins. Annars veg-
ar var unnin samantekt um fornleifar í
Skútustaðahreppi með hliðsjón af þró-
un aðferða við umhverfismat á vegum
Skipulagsins, sbr. Adolf Friðriksson
(1993) „4.10 Menningarminjar", Um-
hverfismat fyrir Skútustaðahrepp. Ingvi
Þorsteinsson (ritstj.), Reykjavík,
Skipulag ríkisins, 66-67. Hins vegar
155