Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Qupperneq 157
Ársskýrslur
endurskoðun þess”. Hóf Fornleifa-
stofnun skipulega söfnun upplýsinga
um stöðu skipulagsmála og stöðu forn-
leifaskráningar í sveitarfélögum í því
augnamiði að hafa eftirlit með fram-
kvæmd laganna.
1995
Fornleifastofnun hafði ekki á neinu
föstu starfsliði að skipa, en við rann-
sóknir á hennar vegum unnu einkum
Adolf Friðriksson, Birna Gunnarsdótt-
ir, Mjöll Snæsdóttir og Orri Vésteins-
son.
F' ornleifauppgröftur
Að ósk Seltjarnarnesbæjar var gerð
rannsókn á fornum mannvistarleifum
við Nes á Seltjarnarnesi. Orri Vésteins-
son stjórnaði rannsóknunum, en auk
hans unnu þar Adolf Friðriksson,
Birna Gunnarsdóttir, Garðar Guð-
mundsson, Jóhann Ásmundsson og
Mjöll Snæsdóttir. Var bæjarhóllinn í
Nesi og túnið umhverfis mælt og
teiknað upp með aðstoð tölvu. Þá var
grafinn könnunarskurður skammt
austan við Nesstofu og komu þar í Ijós
leifar kirkjugarðs Neskirkju.
í ágúst var gerð rannsókn að Hof-
stöðum í Mývatnssveit. Rannsóknin
var styrkt af Vísindasjóði. Gerð var at-
hugun á stórri gryfju sem liggur
skammt sunnan við stóru skálatóftina.
Hafði þessi hola verið talin suðuhola af
fyrri fræðimönnum, en í ljós kom að
hér voru leifar af fornu jarðhúsi, sem
fyllt hafði verið af úrgangi, er það hafði
fallið saman.
Fornleifaskráning
Meginverkefni ársins á sviði fornleifa-
skráningar var þróun aðferða. Á
grundvelli fyrri rannsókna var forn-
leifaskráningu nú skipt í þrjú stig: 1)
svæðisskráningu, 2) aðalskráningu og
3) deiliskráningu. Fjöldi skráðra minja
er gefinn í sviga fyrir hvert svæði.
Svæðisskráning : Á árinu hófst svæð-
isskráning fornleifa í Eyjafirði, á mið-
hálendi og Borgarfirði norðan Skarðs-
heiðar.
Aðalskráning : Þá voru skráðar forn-
leifar á vettvangi í Eyjafjarðarsveit, að
þessu sinni á Staðarbyggð norðan
Munkaþverár annars vegar og á Mel-
gerðismelum hins vegar, alls 205
minjastaðir. Til þessa hefur lítið verið
um fornleifaskráningu í þéttbýli. Þar
sem mikil uppbygging hefur verið er
nauðsynlegt að beita öðrum aðferðum
en við skráningu í dreifbýli. Sem liður
í þróun aðferða í kaupstaðarfornleifa-
fræði var hafinn undirbúningur að að-
alskráningu fornleifa á Akureyri og
gerð var úttekt á heimildum um forn-
leifar í kaupstaðarlandinu.
Deiliskráning: Gerð var deiliskrán-
ing í svokölluðu Naustahverfi í landi
Akureyrarkaupstaðar. Tilheyrði spildan
áður Naustum og fannst alls 21 minja-
staður á jörðinni, en 16 þeirra voru á
deiliskipulagsreitnum.
Auk þessa var tekin saman greinar-
gerð um fornleifar á Gáseyri og gerðar
tillögur um verndun og kynningu
þeirra.
Á árinu 1995 voru því færðar á
svæðisskrá alls 370 minjar, en 212
minjar á aðalskrá. I árslok voru í heild
157