Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Qupperneq 159
Ársskýrslur
dís Gunnarsdóttir sagnfræðinemi unnu
við ýmis rannsóknarstörf sumarið
1996.
F ornleifarannsóknir
Nes við Seltjörn. Lokið var við rann-
sóknirnar í Nesi er hófust árið 1995.
Að þessu sinni var grafið í túninu vest-
an við Nesstofu en þar eru nokkur
hringmynduð gerði og önnur mann-
virki sem flest virðast byggð mjög
skömmu eftir að landnámsgjóskan féll.
Hofstaðir í Mývatnssveit. Árið 1996
hófst nýr kafli í sögu rannsókna á Hof-
stöðum í Mývatnssveit. Veitti Rann-
sóknarráð íslands styrk til þriggja ára,
auk þess sem verkefnið varð liður í
starfi NABO samtakanna (sjá neðar).
Rannsóknin var unnin undir stjórn
Adolfs Friðrikssonar og Orra Vésteins-
sonar. Auk þeirra unnu að rannsókn-
inni Garðar Guðmundsson, sem var á
vegum Þjóðminjasafns íslands, Hildur
Gestsdóttir, Mjöll Snæsdóttir, Ragnar
Edvardsson, Magnús Á. Sigurgeirsson,
Paul og Philip Buckland, Ingrid Main-
land og Thomas McGovern. Unnið var
á tveimur svæðum: annars vegar var
hafist handa við að fjarlægja ruslalög
ofan af jarðhúsi sunnan aðaltóftarinnar
og hins vegar var grafið í tóft sem
liggur við suðvesturhorn aðaltóftar.
Fornleifaskrdning
Svæðisskráning: Lokið var svæðis-
skráningu fyrir Borgarfjörð norðan
Skarðsheiðar (2148), miðhálendi
(1193), Eyjafjörð (alls 6579 minjar),
Skútustaðahrepp (alls 1250 minjar),
hluta Hjaltastaðaþinghár (292) og
hluta Bolungarvíkur (93).
Aðalskráning: Lokið var þriðja
áfanga aðalskráningar fornleifa í Eyja-
fjarðarsveit (269) og jafnframt hófst
aðalskráning á Akureyri (92), í Skútu-
staðahreppi (259) Hjaltastaðaþinghá
(292) og Bolungarvík.
Deiliskráning: Unnin var deiliskrán-
ing í Krossaneshaga á Akureyri.
Á árinu 1996 voru því færðar á svæðis-
skrá alls 11396 minjar, en 1005 minj-
ar á aðalskrá. I árslok voru í heild
12072 minjar á svæðisskrá, en 1522
minjar á aðalskrá.
Fornleifaeftirlit
Umhverfismat: Að ósk Árbæjarsafns
fyrir hönd Reykjavíkurborgar var unn-
ið umhverfismat í landi Reykjavíkur-
flugvallar vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda.
Að ósk Bessastaðahrepps var gerð at-
hugun á gömlum sjóvarnargarði við
Búðarflöt sunnanvert við Helguvík.
Garðurinn, sem var frá 20. öld að
mestu eða öllu leyti, var síðan látinn
víkja vegna framkvæmda.
A Iþjððasamstarf
NABO: Árið 1992 voru stofnuð al-
þjóðleg samtök fornleifafræðinga og
fornvistfræðinga sem vinna við rann-
sóknir í þeim löndum sem liggja að
Norður-Atlantshafi (North-Atlantic
Biocultural Organization). Hafa með-
limir þessara samtaka tekið þátt í
margvíslegum rannsóknum á Islandi á
síðustu árum. FSÍ gekk til liðs við
159