Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 162
Adolf Friðriksson
og Axlar á Snæfellsnesi, sem og í
Andakíl í Borgarflrði.
Kennslumál
Sumarið 1997 tók Fornleifaskóli FSÍ
til starfa. Um vorið var send tilkynn-
ing til allra helstu háskóladeilda og
stofnana á sviði norrænnar fornleifa-
fræði í Evrópu og Norður-Ameríku.
Alls bárust 20 umsóknir, og fengu 12
nemendur inni. Voru þeir frá Banda-
ríkjunum, Danmörku, Englandi,
Frakklandi, íslandi, Kanada, Noregi,
Skotlandi, og Tékklandi.
Kennslan fór fram á Hofstöðum í
Mývatnssveit. Fengu nemendur leið-
sögn á vettvangi á daginn, en fyrir-
lestrar voru haldnir á kvöldin. Fyrirles-
arar voru: Adolf Friðriksson, Mjöll
Snæsdóttir og Orri Vésteinsson frá
FSI, Garðar Guðmundsson frá Þjóð-
minjasafni Islands, Paul Buckland frá
Sheffield Univ., Thomas McGovern og
Thomas Amorosi frá Hunter College
NY, Ian A. Simpson frá Stirling Univ.,
Karen Milek frá Cambridge Univ. og
Arni Einarsson frá Rannsóknarstöðinni
að Skútustöðum. Meðal námsefnis var
saga íslenskrar fornleifafræði, íslensk
fornleifaskráning, kirkjufornleifafræði,
vitnisburður plöntuleifa, skordýraleifa
og dýrabeina í fornleifafræði, líffræði
Mývatns og umhverfis þess. Hlaut FSI
styrk frá menntamálaráðuneyti vegna
skólahaldsins.
Auk þessa kenndu fulltrúar FSI
hluta af námskeiði í miðaldafræðum
fyrir erlenda stúdenta sem Stofnun
Sigurðar Nordal hélt í júlí.
Aðrar rannsóknir
Fornleifastofnun Islands styrkti
vinnslu á sýslu og sóknalýsingum
Dalasýslu sem Einar G. Pétursson hef-
ur unnið að útgáfu á. Margrét Stefáns-
dóttir sagnfræðinemi vann um mánað-
arskeið sumarið 1997 að innslætti og
yfirlestri handrits.
Alþjóðlegt samstarf
NABO: Fyrir hönd FSÍ og NABO
sótti Orri Vésteinsson fund ARCSS í
New Orleans um menntamál og rann-
sóknir á norðurslóðum. I september
sótti hann einnig ráðstefnu á vegum
NABO í St. John’s á Nýfundnalandi í
tilefni af fimm alda afmæli landafunda
Cabots.
Norrænt samstarf: Að ósk Rann-
sóknarráðs íslands tók Adolf Friðriks-
son sæti í samráðsnefnd norræna vís-
indaráðsins um TL aldursgreiningu.
Hélt nefndin sinn fyrsta fund í Arós-
um í apríl, þar sem greint var frá stöðu
starfseminnar og rætt um með hvaða
hætti væri unnt að efla rannsóknir á
þessu sviði.
INIS: I ágúst hófst undirbúningur
að samstarfi íslenskra og skoskra forn-
leifafræðinga. Undirbúningsnefnd hélt
nokkra vinnufundi á Islandi dagana
25.-27. ágúst og vann drög að sam-
starfsramma sem nær til rannsókna og
kennslu á sviði norrænnar fornleifa-
fræði. Er fyrirhugað að halda samráðs-
fund á næsta ári.
162