Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 10
1 0 | T Ö L V U M Á L Hvað er stafræn tilvera? Hugtakið stafræn tilvera eða ,,Digital Living” á ensku er býsna víðtækt. Þegar því er slegið upp á Wikipedia alfræðivefnum kemur í ljós að enginn hefur reynt að skilgreina hugtakið sérstaklega þegar þetta er skrifað. Stafræn tilvera snýst í mínum huga um miðlun, geymslu, upplifun og hag nýtingu á upplýsingum á stafrænu formi. Notkun tónhlaðna og niður­ hal á tónlist er hversdagslegt dæmi um hlið á tilverunni sem er orðin stafræn. Veraldarvefurinn, tölvupóstur, spjallforrit, framþróun og hag­ nýt ing farsímans, DVD diskurinn og arftakar hans, sjónvarp yfir ADSL, stafrænar myndavélar og tölvuvæðing heimilanna með tilheyrandi háhraða nettengingum eru einnig dæmi um hvernig tilveran er orðin stafræn. Ógnir og tækifæri fyrir fyrirtæki Atvinnulífið byggir tilveru sína í vaxandi mæli á stafrænni tækni. Í því felast bæði ógnir og tækifæri fyrir fyrirtæki. Nýir möguleikar opnast í að veita þjónustu en samkeppni eykst og vald neytenda verður meira eftir því sem valmöguleikum þeirra fjölgar og aðgengi að upplýsingum batnar. Sum fyrirtæki ná að lifa af í síbreytilegu umhverfi tækninnar. Önnur falla í gleymskunnar dá. Hin stafræna tilvera er ekki án vandræða, langt því frá. Notendur reka sig oft á að þeir kaupa tæknibúnað sem virkar ekki sem skyldi eða hugbúnað með slæmu notendaviðmóti. Sífellt kemur á markaðinn ný tækni og erfitt er að henda reiður á hvaða tækni muni hafa gildi til framtíðar. Aðeins eitt er víst og það er að þróunin er rétt að hefjast. Þegar höfundur byrjaði að skrifa fastan dálk um Tölvur og Netið í eitt af dagblöðunum fyrir tólf árum heyrði hann af framsýnum manni sem sagði að innan fárra ára yrði ekkert að tala um í svona dálki enda yrði tilvera okkar svo samofin Netinu að myndum ekki taka eftir því lengur. Tilveran yrði meira og minna stafræn og netvædd. Hann hafði rétt fyrir sér. Nú rúmum áratug síðar þá er erfitt að ímynda sér nútimalífið án stafrænnar tækni. Þróun stafrænnar tilveru er á fleygiferð Jón Heiðar Þorsteinsson Stafræn tilvera snýst um miðlun, geymslu, upplifun og hagnýtingu á upplýsingum á stafrænu formi Tölvumál fengu Halldóru Matthíasdóttur alþjóðamarkaðsfræðing og Árna Matthíasson blaðamann hjá Morgunblaðinu til að deila með lesendum blaðs­ ins hugleiðingum sínum og upplifun af stafrænni tilveru. PS3 leikjatölvan frá Sony er með hinu öfluga Blu-ray diskadrifi sem er að leysa DVD tæknina af hólmi og virðist hafa betur í staðlastríðinu við HD-DVD.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.