Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 76

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 76
7 6 | T Ö L V U M Á L Það er grundvallarmunur á íslensku samfélagi á árinu 2008 og 1968 og er hann sá helsti að fyrir 40 árum síðan grundvallaðist efnahagur landsins nær allur á sjávarútvegi. Sá tími er liðinn. Tími fjölbreytni er runninn upp, íslenskt atvinnulíf byggir nú auðvitað enn á sjávarútvegi að hluta til en einnig á fjármálaþjónustu, iðnaði, orkunýtingu og ferðaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Og ekki má gleyma upplýsingatækninni. Hún hefur þá sérstöðu að það má líta á greinina sem sérstaka atvinnugrein sem skapar þjóðarbúinu tekjur en einnig er hún ómissandi þáttur í starfsemi allra nútímafyrirtækja. Þar gildir einu hvort um er að ræða sjúkrahús, ráðuneyti, banka, ferðaskrifstofu, virkjun, álver eða stórmarkað. Engin slík starfsemi þrífst nema upplýsingatæknimálin séu í lagi. Það er líklega vandfundið það fyrirtæki í dag sem ætlar ekki að spara kostnað eða vinna nýja markaði með því að hagnýta sér upplýsingatækni. Menntunarleysi Eyður hefur verið lengi í upplýsingatæknibransanum og það er sama við hverja er talað: það vantar menntað og reynslumikið tölvufólk. Þá skiptir engu máli hvort rætt er við stjórnendur hugbúnaðarhúsa eða fyrirtækja í fjarskiptum, fjármálaþjónustu, flutningum, verslun eða flutningaþjónustu. Sama sagan er sögð á öllum stöðum. Það er rétt að undirstrika að það eru stóru og öflugu fyrirtækin sem finna helst fyrir þessum skorti enda er þeirra rekstur og framþróun háð því að verkefni þeirra í upplýsingatækni klárist með árangursríkum hætti. Það er því grundvallarmunur á ástandinu nú og í aldarbyrjun þegar það voru sprotafyrirtæki sem sóttust mest eftir tölvufólki. Álagið á upplýsingatæknifólk er gríðarlegt og spurning hvort margir séu ekki hreinlega við það að gefast vegna álags og streitu. Við það eykst vandinn enn meira. Kannski erum við sem störfum í upplýsingatækni á barmi vítahrings sístækkandi verkefna og minnkandi afkastagetu. Tölur frá Hagstofunni sýna að á árunum 1995 – 2005 brautskráðust að meðaltali 240 nemendur í raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði. Flestir útskrifðust skólaárið 2003 – 2004 eða 314. Á sama tíma jókst útflutningsverðmæti í upplýsingatækni úr rúmlega hálfum milljarði króna upp í að vera 1276 milljónir króna á árinu 2006. Það sýnir etv. hluta af auknum afköstum í greininni og vaxandi þörf á mannauði í upplýsingatækni. Gallinn við þessar tölur er að þær sýna ekki framlag upplýsingatækni til þeirra verðmæta sem sköpuð hafa verið í íslenskum fyrirtækjum undanfarinn áratug. Hvernig hefði íslenska útrásin gengið án vanra forritara sem voru tilbúnir að leggja ómælda vinnu á sig? Virðingarleysi Stóra spurningin er hvernig á að leysa vandamálið. Hvernig á að taka á því að alltof fáum finnst þessi arðbæru störf svona áhugaverð? Eyð grunar að vinnuveitendur verði að gera störf í upplýsingatækni og þá sérstaklega starf forritarans eftirsóttara og meira metið en nú er. Forritarastörf eru sjálfsagt ekki illa borguð í samanburði við önnur störf. Það sem vantar er að forritarar og aðrir sem starfa við rekstur og þróun í upplýsingatækni fái þá viðurkenningu og virðingu á vinnustaðnum sem framlag þeirra gefur vissulega tilefni til. Það er til dæmis alltof algengt að þeir eru beðnir um að redda hlutum á síðustu stundu þar sem markaðsfólk gleymdi að hafa samráð við Tölvudeildina um verkefni eða að til forritara koma illa skilgreind verkefni með óskýra forgangsröðun. Þessar vinnuaðstæður eru ekkert annað en virðingarleysi og ekki mönnum bjóðandi. Fyrirtæki geta gert stórátak í því að taka þekkingu upplýsingatæknifólks fyrr inn í verkefni sem hafa með upplýsingatækni að gera og stórauka þannig líkurnar á því að þau klárist með réttum hætti á réttum tíma. tæknina lífi? Hverjir eiga að gæða Það er merkilegt að á fjörtíu ára afmæli Skýrslutæknifélagsins sé stærsta vandamál upplýsingatækniiðnaðarins skortur á hæfu og menntuðu starfsfólki. Varla hefur frum- kvöðlunum í upplýsingatækni árið 1968 dottið í hug að eftir fjóra áratugi væri það mannekla sem helst hamlaði því að Íslendingar gætu nýtt sér til fulls möguleika upplýsingatækninnar í leik og starfi. Tölvurnar verða flottari, stýrikerfin notendavænni og nettengingarnar öflugri. Það vantar bara eitt og það er fólkið sem gæðir tæknina lífi. Eyður skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.