Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 72

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 72
7 2 | T Ö L V U M Á L Öldungadeildin var stofnuð 22. júní 2004. Er tilgangur hennar eins og segir í félagssamþykktum „varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna “. Félagar eru um 30. Um skilyrði til inntöku segir í samþykktunum: „Félagar geta allir orðið sem unnið hafa 25 ár eða lengur á sviði upplýsingatækni. Undantekningar frá þessu ákvæði má gera vegna sérstakra verðleika sem metnir verða af öldungaráði“. Í raun þýðir þetta að allir sem áhuga hafa og geta lagt eitthvað af mörkum eru gjaldgengir. Upphafið má rekja til þess að boðað var til ráðstefnu um sögu upplýsinga­ tækninnar á Norðurlöndum ( HiNC 1, History of Nordic Computing) í Noregi í júní 2003. Nokkrir einstaklingar tóku saman ráð sín og sendu inn erindi um tölvuvæðingu hins opinbera á Íslandi. Prófessorarnir Oddur Benediktsson og Magnús Magnússon sóttu þessa ráðstefnu. Upp úr því var hafinn undirbúningur að stofnun faghópsins. Fyrsta verk hópsins var að setja upp „Söguvefinn“ á vefstað SKÝ og setja þar inn efni sem aflað var í tenglsum við ofangreind erindaskrif. Vefurinn hefur aukist hægt, en á forsíðu SKÝ er áberandi hnappur sem vísar á hann. Þrjú erindi voru send inn á HiNC_2, sem haldin var í Turku í Finnlandi í ágúst 2007, og flutt þar af þremur félagsmönnum. Undirbúningur er hafinn að því að bjóða til HiNC­ráðstefnu á Íslandi áður en langt líður. Ekki hefur tekist að hefja kerfisbundna söfnun minja. Öldungaráð hefur leitað án árangurs til félaga í SKÝ eftir hentugu húsnæði til að geyma og/eða sýna safnmuni. Á rástefnunni í Turku kom fram að vaxandi áhugi er fyrir þessum þætti samtímasögunnar meðal sagnfræðinga og safnafólks enda ljóst að tíminn líður hratt í upplýsingaheimum. Minjar týnast með hverri endurskipulagningu fyrirtækja, þekking hverfur með hverri kynslóð sem hverfur af vettvangi. Öldungadeildin á sér þann draum að mega halda merkinu á lofti hér á landi þar til aðrir, betur hæfir og betur búnir, taka við því. Umfjöllun um faghópa Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands Félagar geta allir orðið sem unnið hafa 25 ár eða lengur á sviði upplýsingatækni Fyrsta verk hópsins var að setja upp „Söguvefinn“ á vefstað SKÝ Jóhann Gunnarsson formaður Öldungadeildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.