Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 78

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 78
7 8 | T Ö L V U M Á L 6. september Undanfarið hafa verið miklar deilur í þjóðfélaginu um öran vöxt áliðnaðarins hér á landi og telja margir að hægt sé að nýta íslenska orku til annarra nota en til þess að vinna ál. Æ oftar er rætt um svokölluð netþjónabú í þessu samhengi og Skýrslutæknifélagið hélt því ráðstefnu á Grand Hótel þar sem spurt var hvort netþjónabú gæti verið valkostur við álver. 13. september Þróun viðskipta í Evrópu byggir mjög á upplýsinga­ og fjarskiptatækni og útfærslu á rafrænum lausnum í viðskiptum á milli aðila. Þörfin fyrir hnökralaus samskipti milli aðila og milli ríkja er mjög aðkallandi, meðal annars vegna samkeppnissjónarmiða. Á fjölþjóðlegri ráðstefnu ETeb og Ský á Loftleiðum fjölluðu bæði innlendir og erlendir aðilar um stöðu rafrænna viðskipta. Ráðstefnan var haldin á ensku. 20. september Öldungadeildin hélt félagsfund í fundarherbergi skrifstofu Skýrslutækni­ félagsins þar sem aðalefni fundarins var ný yfirstaðin ráðstefna um sögu upplýsingatækninnar HINC2, sem haldin var í Finnlandi, en þrír félagar öldungadeildar Ský sóttu þá ráðstefnu. Öldungadeildin hefur áætlanir um að halda slíka ráðstefnu hér á landi árið 2009. 2. október Á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins á Nordica um útflutning og útrás íslenskra UT­fyrirtækja og verðmætasköpun á Íslandi var spurningunni um gildi íslenskrar upplýsingatækni á erlendum mörkuðum kastað fram. Forsætisráðherra setti ráðstefnuna en mörgum lék forvitni á að vita raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi vöxt íslenskrar upp­ lýsingatækni. Reynt var að svara spurningum eins og: Er íslensk upp­ lýsinga tækni markaðsvara erlendis? Hvernig getur íslenskur UT­iðnaður best vaxið? Liggja tækifærin í útflutningi og útrás á Internetinu? 10. október Stofnfundur faghóps um öryggismál í upplýsingatækni var haldinn á Grand hótel í kjölfar hádegisfundar sem bar heitið: Heimur hakkara. Öryggi í upplýsingatækni skiptir æ meira máli. Sá tími er löngu liðinn að eldveggir og veiruvarnir ein og sér sé nægjanlegt til verndar. Tæknin er orðin margbrotnari og að sama skapi þær leiðir sem tölvuþrjótar nýta sér en eitt af aðalmarkmiðum faghópsins er að stuðla að bættu öryggi og öryggisvitund í fjarskipta­ og upplýsingatækni. 11. október Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu, stóð fyrir fundi um orðasöfn fyrir rafrænar sjúkraskrár, notkun þeirra og innleiðingu í tölvukerfi. Fundurinn var haldinn í Eirbergi og var öllum opinn. Fyrirlesari var Theo Bosma aðstoðarforstjóri Health Language fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í innleiðingu og tengingu orðasafna og kóðunarkerfa í klínísk skráningarkerfi til að auka samvirkni þeirra. 30. október Vefráðstefna Ský fjallaði að þessu sinni um „mobile“ aðferðafræði og um þær áskoranir sem fylgja því að gera vefi aðgengilega fyrir lófatæki. Síðan síðast... Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands seinni hluta árs 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.