Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 37

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 37
Þróunin Sögu tónlistardreifingar á netinu má rekja aftur til ársins 1994 þegar skapandi tónlistarmenn öðluðust vettvang til að koma tónlist sinni á framfæri gegnum samtökin IUMA. Þremur árum síðar setti lítið fyrirtæki í Ameríku í loftið vefinn mp3.com og ári síðar opnaði síðan fyrsta vefsetrið sem seldi tónlist á Netinu, eMusic.com. Árið 1999 opnaði ungur háskólanemi Napster, fyrstu þjónustuna sem gerði notendum netsins kleift að skiptast á tónlistarskrám frítt og nokkur sambærileg vefsvæði eins og t.d. Kaaza fylgdu í kjölfarið. Upp úr árinu 2000 vöknuðu stóru útgáfufyrirtækin til lífsins og fóru að hefja tilraunir með löglegar dreifileiðir fyrir alvöru. Vestanhafs setti Sony vefþjónustuna Duet í loftið en sameinaðist fljótlega Universal undir nafninu Pressplay. Á sama tíma í Evrópu opnuðu nokkur fyrirtæki með fulltingi miðlægu OD2 þjónustunnar. Síðustu vikuna í apríl 2003 opnaði Apple opnaði iTunes í Bandaríkjunum og Tónlist.is opnaði á Íslandi. Það sem hefur ekki síst keyrt þessa þróun áfram fyrir utan aukna bandvídd er stafræni spilarinn frá Apple, iPod. Apple hefur algera yfirburði á þessu sviði en þó eru á markaðnum hátt í tvö þúsund tegundir af slíkum spilurum. Farsíminn hefur einnig verið að styrkjast sem tónlistarspilari og til marks um það má nefna að yfir 90% af allri tónlist sem selst í Japan rafrænt er seld í gegnum farsímanet og í Bretlandi er hlutfallið komið yfir 50%. Með tilkomu 3G tækninnar á Íslandi hafa bæði Síminn og Vodafone hafið slíka þjónustu. Árið 2007 einkenndist af tilraunamennsku á þessu sviði og víða hefur hægt á sölu á hinum hefðbundnu vefsvæðum. Í Hollandi hefur sala til að mynda dregist saman þvert á spár greiningafyrirtækja. Þá hafa listamenn í auknum mæli farið að selja eða gefa tónlist sína á netinu og skemmst er að minnast vel heppnaðar dreifingar hljómsveitarinnar Radiohead sem bauð aðdáendum sínum að leggja fram frjáls framlög gegn niðurhali á nýjustu afurð sinni. Eftir aðeins þrjá daga hafði Radiohead fengið meira fyrir sinn snúð en af þremur síðustu plötum sem seldar voru á hefðbundinn hátt. Þá náði nýtt fyrirbæri sem kallar sig „Artist Without Labels“ góðum árangri. Fyrirtækið sérhæfir sig í að dreifa tónlist þeirra listamanna sem eru án útgefenda eftir stafrænum dreifileiðum. Framtíðin Mikil umræða hefur verið um afnám svokallaðra DRM varna sem gera rétthöfum kleift að verja efni sitt gegn misnotkun. EMI ákvað á árinu fyrst stóru útgáfufyrirtækjanna að selja tónlist óvarða og talið er að hinir tónlistarrisarnir fylgi í kjölfarið á árinu 2008. Íslendingar hafa reyndar getað keypt íslenska tónlist óvarða í gegnum Tónlist.is um nokkurt skeið. Eitt af því nýjasta sem hefur verið skoðað er að taka upp samstarf við aðila sem veita Internetþjónustu um dreifingu tónlistar. Ljóst er að símafyrirtækinn eiga hagsmuna að gæta vegna umferðar, hvort sem er um að ræða netið eða farsímann. Það sem helst hefur verið skoðað í því samhengi er að settur verði einhvers konar skattur eða að neytendur geti greitt aukalega fyrir netþjónustu og fengið þannig aðgang að allri heimsins tónlist löglega. Stafræna byltingin í tónlistardreifingu þykir minna um margt á breytinguna frá vinyl yfir í geisladiskinn. Nokkur ár tók að þróa tæknina en þegar hún varð almenn var plötunni nánast skipt út fyrir diskinn á einni nóttu. Tónlistarbransinn virðist á einu máli um að framtíðin liggi í stafrænni dreifingu en á hvaða hátt eru ekki allir sammála. Ljóst er að löglegt niðurhal og streymi er komið til að vera og einhverjir munu tapa á þessari þróun en aðrir græða. Þannig er líklegt að flytjendur tónlistar muni bera mest úr býtum enda mun auðveldara að koma tónlist á framfæri en áður. Að sama skapi gæti róðurinn orðið erfiður stóru útgáfufyrirtækjunum sem sofnuðu á verðinum og trúðu ekki að byltingin yrði eins ógnvænleg og raun bar vitni. Fólk skiptist á tónlist í miklum mæli með skráarskiptarforritum en greinir á um hvort þar er um löglegt athæfi að ræða eða ekki Hafa listamenn í auknum mæli farið að selja eða gefa tónlist sína á netinu Tónlistarbransinn virðist á einu máli um að framtíðin liggi í stafrænni dreifingu en á hvaða hátt eru ekki allir sammála T Ö L V U M Á L | 3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.