Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 12

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 12
1 2 | T Ö L V U M Á L Stafræn tækni færir okkur nær hverju öðru Tækni er ekki spennandi í sjálfu sér ­ það sem er merkilegt er hvernig fólk nýtir tæknina og hvaða áhrif hún hefur á daglegt líf. Skemmtilegast af öllu er þó hvernig fólk notar tækni oftar en ekki á annan hátt en hönnuðir og hugmyndasmiðir höfðu gert ráð fyrir. Dæmi um það er náttúrlega SMS skilboðin sem uppfinningamenn tækninnar töldu að yrði lítilvæg viðbót en varð fljótlega ein helsta ástæða þess að fá sér farsíma. Fjölmörg dæmi eru slík þegar stafræn tækni er annars vegar, símfyrirtækjum datt til að mynda ekki í hug að nokkur maður vildi nota Skype­síma, og fyrir vikið er erfitt að spá um hvernig fólk á eftir að nýta sér stafræna tækni framtíðarinnar. Hlekkir tímans brotnir Títt er framtíðinni lýst sem kaldri hátækniveröld, fólk sýnt í silfruðum búningum, gjarnan sem nánast kynlaus vélmenni og tæknin tekur völdin, gerir okkur vélræn og kaldlynd. Sagan sýnir okkur að það er öðru nær ­ fólk notar stafræna tækni til að tala við fólk, hún auðveldar okkur að ná sambandi og vera í sambandi hvar sem við erum og hvert sem við förum. Ekkert hefur dugað eins vel á síðustu áratugum til að færa okkur nær hvort öðru en stafræn tækni. Árni Matthíasson blaðamaður hjá Morgunblaðinu Líkt og stafræn tækni hefur gerbreytt möguleikum okkar á að fylgjast með, til að mynda í tónlist, að heyra það sem hæst ber hverju sinni, hefur hún líka gefið okkur kost á að fleyta rjómann, sjá það helsta víða að Stafræn tækni hefur ekki síst brotið af okkur hlekki tímans, gefið okkur frelsi frá dagatalinu, frá dagskránni. Líkt og stafræn tækni hefur gerbreytt möguleikum okkar á að fylgjast með, til að mynda í tónlist, að heyra það sem hæst ber hverju sinni, hefur hún líka gefið okkur kost á að fleyta rjómann, sjá það helsta víða að. Frelsi til að móta umhverfi okkar Víst erum við enn að horfa á efni sem einhver hefur valið að framleiða eða sýna, en eftir því sem stöðvunum fjölgar höfum við meira frelsi til að velja. Víst verður valið til þess að ýmsir verða svo yfirkomnir af valkvíða að þeir velja ekki neitt, en þegar sjónvarpsefni er orðið eins og hver annar varningur sem menn njóta þegar þeim hentar kemur í ljós að áhorf hefur ekki minnkað svo ýkja mikið ­ það hefur einfaldlega dreifst yfir daginn. Frelsið gefur okkur þó ekki bara fleiri leiðir til að skemmta sjálfum okkur, það gefur líka möguleika á að taka þátt í að móta umhverfi okkar, til að mynda með því að fylgjast með því hvað kjörnir fulltrúar hafast að, hvað er á seyði í bæjar­ og borgarstjórn. Sá dagur mun renna upp þegar við getum komist enn nær, fengið enn frekari upplýsingar og síðan tekið þátt í umræðum og greitt atkvæði ef okkur sýnist sem svo. Íbúalýðræðið verður stafrænt. Staðsetningartækni væntanlega vinsæl Þróunin í tölvuheiminum hefur helst verið sú að vélarnar verði sífellt öflugri með meira og meira minni og sífellt stærri hörðum diskum. Líklegt þykir mér að þróunin eigi eftir að greinast, að til verði nettölvur og þá á ég ekki við heimskar útstöðvar heldur vélar sem eru þokkalegar öflugar og hentugar til að vafra um vefinn þó ekki sé hægt að keyra á þeim flókna tölvuleiki. Eins má telja víst að vinsæl viðbót við farsíma verði staðsetningartækni (byrja ekki öll farsímasímtöl á “Hvar ertu?”). Líklega verða símtöl í farsíma ókeypis eða nánast ókeypis á næstu árum, álíka þróun og á sér stað í landlínusímtölum, því hagnaður símfyrirtækjanna verður af gagnaflutningi og viðbótarþjónustu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.