Tölvumál - 01.02.2008, Side 17
T Ö L V U M Á L | 1 7
nokkrar mínútur þar til sólin hvarf. Og ég, sem hefði getað haldið ágætis
fyrirlestur og sýnikennslu um gang himintungla, horfðist í augu við að
þekking mín risti grunnt þegar að beitingu kom á suðurhveli jarðar.
Kenningar um nám og öflug námsumhverfi, hafa verið umhugsunarefni
fjölmargra fræðimanna undanfarna áratugi. Athygli hefur smám saman
beinst frá einstaklingunum einum sér að samspili þeirra. Etienne Wenger
er einn þeirra sem skrifað hefur mikið um nám sem á sér stað innan
iðkendahópa [4]. Átt er við nám þar sem einstaklingurinn lærir við að verða
smám saman virkur þátttakandi í hópi þeirra sem meira kunna, að starfa
við hlið þeirra og við að fá að leggja fram eigin spurningar, eigin lausnir og
eigin lausnaleiðir. Og að átta sig á því hvað er mikilvægt, hvernig maður
orðar og hvernig maður leitar samhengis. John Seely Brown, sem sjálfur
átti ásamt Collins og Duguis upphafið að hugtakinu staðtengt nám [5],
segir að hann sjái fyrir sér breytingu á því hvernig tæknin er notuð, frá því
að leggja áherslu á að styðja einstaklinginn í því að nýta tæknina til þess að
styrkja tengsl milli einstaklinga. Að sjálfsögðu hlýtur slík sýn að hafa áhrif
á hugmyndir manna um nám. Ekki bara nám almennt, heldur nám í hvaða
námsgrein sem er.
Skólar eru meginsetur náms. Hvernig þróaðist UST í
skólastarfi?
Skoðum aðstæður á Íslandi, en setjum jafnframt í víðtækara samhengi.
Athyglinni verður beint að grunnskólanum af tveimur ástæðum. Grunn
skólinn nær til allra á sama hátt. Og um grunnskólann eru til mun ítar
legri heimildir hérlendis, varðandi þróun upplýsingatækni, en um fram
haldsskólann. Fyrir 1980 voru tölvur í íslenskum grunnskólum líklega
teljandi á fingrum annarrar handar. Fyrsta námskeið fyrir grunnskólakennara
um áhrif tölvutækninnar á nám var hins vegar sumarið 1978. Undirrituð
átti frumkvæði að því námskeiði. Tildrögin voru þau að 1972 hafði
kandidatsritgerð mín í Danmörku fjallað um nýtingu tölva í stærðfræðinámi
1318 ára unglinga og þegar liðin voru fimm ár frá þeim skrifum gerðist ég
óþolinmóð við að bíða eftir að menntamálaráðuneytið ýtti úr vör fræðslu á
þessum vettvangi. Reiknistofnun HÍ og endurmenntunardeild KHÍ voru fúsar
til samstarfs og hönnun námskeiðsins hófst. Því var ekki ætlað að vera
tækninámskeið, ekki heldur almennt námskeið um nýtingu tækni. Því var
ætlað að fjalla um möguleg áhrif tölvutækninnar á nám. Því var ætlað að
gefa svör við eftirfarandi spurningum:
• Hvernig á ég samskipti við þennan hlut (tölvu) og fæ hann til að hlýða
mér?
• Hvaða áhrif hafa þessir hlutir (tölvur) í þjóðlífinu og hvernig nýtast
þeir?
• Hvaða áhrif hefur tilvist þeirra á fræðasviðið mitt og á kennslu innan
þess?
Ekki þori ég að segja að ég hafi haft væntingar um hvaða þáttur myndi
vekja mesta athygli og áhuga kennaranna sem riðu á vaðið í þátttöku
námskeiðsins, en hitt er víst að áhugi þeirra reyndist vera í samræmi við
röðina hér að ofan. Þeir köstuðu sér yfir BASIC forritun og höfðu gaman
af að búa til smáforrit og láta þau framkvæma eitthvert smotterí. Það sem
reyndist þeim erfiðast að ræða og að hafa áhuga á var það síðastnefnda.
„Já, það var þá“, kunna menn að segja, en það hefur haldið áfram að
reynast erfiðast og er umhugsunarefni fræðimanna og forystumanna
menntamála um allan heim. Hvers vegna er svo erfitt að sjá og ígrunda
hvaða áhrif tilvist UST hefur á eigið fræðasvið og kennslu á því sviði.
Tölvueign skóla eykst, nýting í þjóðfélaginu eykst, námskeiðum fjölgar,
framboð á efni á tölvutæku formi eykst, nemendur verða leiknari í nýtingu
UST og svo mætti lengi telja. En nýtingu UST í námsgreinum þokar enn
mjög hægt fram. Bæði á Íslandi og í nágrannalöndum öllum.
Það er rétt að ítreka að hér er átt við að nota UST til náms. Ritgerð sem
skrifuð er í ritvinnslu eða skyggnuflokkur með myndum úr myndasafni
(PP) þarf ekki að vera merki um að UST hafi verið nýtt til náms, aðeins
frágangs.
Framboð námskeiða um möguleika UST í námi jókst eftir að einkatölvur urðu
Hún er frumkvöðull í menntun kennara á sviði upplýsinga tækni og hefur
stundað rannsóknir á því sviði um áratuga skeið. Anna var varaformaður
Skýrslutæknifélags Íslands þegar það varð 25 ára og er fulltrúi félagsins
gagnvart International Federation for Information Processing (IFIP) [11]
ásamt því að eiga sæti í menntamálanefnd IFIP. Þá er Anna er meðlimur í
öldungadeild SKÝ.
Frá því að styðja
einstaklinginn í því að
nýta tæknina, til þess
að styrkja tengsl milli
einstaklinga