Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 15
T Ö L V U M Á L | 1 5 nemendur og kennarar eru tilbúnir að grípa ný tækifæri sem bjóðast og vilja nýta tæknina í þágu menntunar. Ýmis rannsóknarverkefni hafa verið unnin á þessu sviði hér á landi og læt ég nægja að vísa á námUST verkefnið (sjá namust.khi.is) sem styrkt var af Rannís, greinar í Netlu – Veftímarit um uppeldi og menntun (sjá netla.khi. is) og í Gegni (gegnir.is) má finna innlendar námsritgerðir, bækur og greinar um þetta efni. Óhætt er að segja að markviss notkun á upplýsingatækni í skólastarfi sé verkefni sem sífellt þarf að styrkja fjárhagslega og eflaust erfitt að fullnægja öllum þörfum á því sviði. Stefna stjórnvalda hefur legið fyrir síðan 1996 en auðvitað þarf að fylgja henni nánari útfærsla og fé hverju sinni svo hún nái fram að ganga. Tæki og hugbúnaður er dýr, sem og öll þjónusta á þessu sviði, en ekki síður er gerð stafræns kennsluefnis gífurlega kostnaðarsöm og það að sinna símenntun og kynningar­ og þróunarstarfi. Menntun í mótun Hér langar mig að líta aðeins fram á veg og skoða skýrsluna Menntun í Mótun – Þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi (sjá www. menntamalaraduneyti.is), en hún kom út árið 2006 og ég tók þátt í um­ ræðuhóp sem vann að undirbúning þessarar skýrslu. Í kaflanum Bætt nýting upplýsingatækni í skólastarfi segir að ,,Markmið stjórnvalda er að nemendur og kennarar landsins hafi greiðan aðgang að öflugum upp­ lýsingatæknibúnaði og vefefni sem styðji við nám og kennslu innan og utan skóla” (bls. 51). Þar kemur einnig fram að aðgangur að tæknibúnaði er ekki alltaf sem skyldi, sérstaklega þegar kemur neðar í skólakerfið og að styðja þarf betur við nýjungar og rannsóknir á þessu sviði. Fjallað er um hvernig nýta má upplýsingatækni við stjórnun skólastarfs og tiltekin átta atriði sem geta stutt við þróunina en þar má nefna möguleika við kynningu á skólastarfi, rannsóknir og símenntun stjórnenda. Einnig er fjallað um áhrif upplýsingatækni á nám og kennslu og talin upp ellefu atriði sem séu forsendur þess að notkun upplýsingatækni við nám og kennslu verði markviss og þróunin efli skólastarf. Hér hefur þegar verið nefndur greiður aðgangur að nýlegum tækjum og framboð af góðu námsefni en við það má bæta áhugaverðum verkefnum sem nýta möguleika tækninnar. Í skýrslunni er einnig rætt um nýjar leiðir við námsmat sem taka mið af notkun tækn­ innar, rannsóknir, kynningastarf og símenntun. En það sem er kannski mest spennandi er að ,,Nýta betur kraft og hugmyndir yngri kynslóðarinnar. Hlusta eftir þeirra þörfum og skoða þeirra hugmyndaheim.’’ (bls. 53), enda má gera ráð fyrir að ungt fólk í dag sé margt mjög vant tækninýjungum og sjái fyrir sér möguleika og tækifæri sem við sem eldri erum komum ekki auga á. Í skýrslunni eru settar fram tillögur um leiðir til úrbóta og má þar nefna eflingu kennaramenntunar, þróun nýrra kennsluhátta og að nýta nýjustu leikjatæknina við nám ásamt því að auka erlent samstarf og rannsóknir. Í lokin er lögð áhersla á námsvef sem styðji nemendur á persónulegan hátt með því að veita svör við fyrirspurnum tengdum námsefni skóla og stuðli að góðri námstækni undir kjörorðinu læra að læra. Þessi hugmynd er spennandi og væri æskilegt að kennaranemar sæju um að að svara fyrirspurnum nemenda og þjálfuðust þannig í að nýta upplýsingatæknina. Í skýrslu OECD Education Policy Analysis 2004 segir “Lokahnykkurinn á nýsköpun er áhrifarík notkun upplýsinga­ og fjarskiptatækni.” (bls. 5 í íslenskum útdrætti), sem gefur okkur tóninn. Við þurfum að sjá til þess að nýta þá möguleika sem felast í upplýsingatækni í kennslu og námi. Netið býður upp á marga möguleika og í dag er það hluti af lífi ungs fólks og því ekki að nýta það betur í skólastarfi? Við þurfum að grípa unga fólkið og þeirra hugmyndir til að efla áhuga þeirra á námi. Nýta hugmyndir þeirra til að skapa áhugavert námsumhverfi í hér og nú andanum. Tölvuleiki og tölvusamskipti er hugsanlega hægt að nýta á mun öfugri hátt en við gerum nú í dag og sjá til þess að unga fólkið geti nýtt tæknina á skapandi hátt. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér skýrsluna Menntun í Mótun ­ Þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi, en þar er m.a. fjallað um umbætur í málefnum háskóla og breytingar í starfi og menntun kennara. Heimildir Menntun í Mótun – Þróun menntastefnu á Íslandi í evrópsku samhengi (sjá http://bella.stjr.is/utgafur/menntun_i_motun.pdf) OECD Education Policy Analysis 2004. Íslenskur útdráttur. Stefna stjórnvalda hefur legið fyrir síðan 1996 en auðvitað þarf að fylgja henni nánari útfærsla og fé hverju sinni svo hún nái fram að ganga Við þurfum að grípa unga fólkið og þeirra hugmyndir til að efla áhuga þeirra á námi. Nýta hugmyndir þeirra til að skapa áhugavert námsumhverfi í hér og nú andanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.