Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 30

Tölvumál - 01.02.2008, Side 30
3 0 | T Ö L V U M Á L Margt hefur áunnist á þessum 10 árum. Ísland vermir oft eitt af efstu sætunum í alþjóðlegum könnunum sem mæla þætti eins og tölvueign eða notkun á tölvum og Interneti og eru landsmenn farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut. Þessi staða er fagnaðarefni en það er ekki sjálfgefið að við höldum henni um aldur og ævi. Reyndar sýna ekki allar kannanir góðan árangur því kannanir sem mæla framboð á ýmiss konar rafrænni þjónustu sýna að þar stöndum við langt að baki flestum Evrópuþjóðum. Á þeim vettvangi eigum við mikið verk fyrir höndum. Það er full ástæða til að benda bæði á styrkleika og veikleika Íslendinga og vekja menn til umhugsunar um að engin þjóð getur haldið góðri stöðu hvorki á þessu sviði né öðrum án þess að hafa fyrir því. Íslendingar þurfa því að standa vel að verki, ekki hvað síst á sviði rafrænnar stjórnsýslu, ef vilji og metnaður er til að vera í hópi fremstu þjóða ­ sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Í nýrri stefnu um upplýsingasamfélagið þarf að nýta styrkleikana og finna leiðir til að bæta stöðuna þar sem við erum eftirbátar annarra þjóða. Fljúgandi fær Haustið 2007 voru 10 ár síðan málefni upplýsingasamfélagsins urðu að formlegu viðfangsefni stjórnsýslunnar og hafist var handa við að innleiða fyrstu stefnu ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið. Þegar fyrsta stefnan hafði runnið sitt skeið á enda var mótuð önnur stefna sem gilti fyrir árin 2004-2007 og nú er hafin vinna við mótun þriðju stefnunnar sem innleidd verður á árunum 2008-2011. Hvar erum við best? Guðbjörg Sigurðardóttir skrifstofustjóri á skrifstofu upplýsinga- samfélagsins í forsætisráðuneyti Upplýsingasamfélagið 2006* *Hagtíðindi: Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006, 2007:1) • Hæst hlutfall nettengdra heimila í Evrópu er á Íslandi eða 83%. • Notkun á Interneti í löndum Evrópu er algengust meðal Íslendinga eða 88%. • Ísland er í hópi þeirra landa í Evrópu þar sem hlutfall þeirra sem kunna lítið eða ekkert á tölvur er lægst. • Hlutfall einstaklinga sem nota Internet til samskipta við opinbera aðila er hæst hér á landi af Evrópulöndunum eða 61%. • Notkun hraðvirkra Internettenginga hjá fyrirtækjum í Evrópu er al­ gengust meðal íslenskra fyrirtækja eða 96%. • Í Evrópu er algengast að fyrirtæki á Íslandi og í Finnlandi hafi átt í samskiptum við opinbera aðila um Internetið eða 93­95% fyrirtækja. • Árið 2005 voru íslensk fyrirtæki fyrir ofan meðaltal Evrópuríkja í kaup um og sölu á vörum og þjónustu á Interneti.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.