Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 28
2 8 | T Ö L V U M Á L MYND 5. Uppspretta þess fjármagns sem kom inn í fyrirtækin árið 2006. Stjórnendur eru bjartsýnir Á fyrrihluta ársins 2007 reyndist meirihluti stjórnenda bjartsýnn á næstu framtíð þegar spurt var um viðhorf til gengis tæknifyrirtækja næstu misserin. Einnig töldu um 76% fyrirtækjanna, á fyrri hluta ársins 2007, að þau myndu skila hagnaði á árinu. Fjöldi þeirra fyrirtækja í rannsókninni sem gerir ráð fyrir að skila hagnaði fer jafnframt vaxandi milli ára. Flestir stjórnendur nýrra íslenskra tæknifyrirtækja líta þannig framtíðina björtum augum. Að lokum Ljóst er að umsvif nýrra íslenskra tæknifyrirtækja hafa aukist á síðustu árum. Afkoma fyrirtækjanna fer almennt batnandi, heildarvelta þeirra hefur aukist jafnt og þétt og bjartsýni ríkir meðal stjórnenda. Á sama tíma virðist skortur á hæfu starfsfólki vera vaxandi vandi. Sá skortur stafar líklega af aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækjanna samfara harðnandi samkeppni um starfsfólk í kjölfar þeirrar þenslu sem hefur átt sér stað í efnahagslífinu. Á hinn bóginn virðist sú ógn sem stjórnendur telja stafa af skorti á framboði af fjármagni fara minnkandi. Sú breyting gæti endurspeglað betra gengi fyrirtækja og þar með minni þörf á utanaðkomandi fjármagni. Jafnframt virðast stjórnendur ekki telja almennt efnahagsumhverfi, þ.m.t. gengi krónunnar, jafn mikla ógnun við afkomu fyrirtækja sinna og áður. Þó er rétt að hafa í huga að áhrif af gengi krónunnar og skortur á fjármagni leggjast þyngst á fyrirtæki sem eru mjög nýskapandi og selja stærstan hluta af vörum sínum og þjónustu á erlenda markaði. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að efla vitneskju um stofnun, vöxt og viðgang nýrra tæknifyrirtækja. Miðað er við að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist bæði stjórnendum við stjórnun fyrirtækja sinna og stjórnvöldum við að byggja upp umhverfi sem hvað best styður tækninýsköpun. Rannsóknin er langtímarannsókn og hefur gögnum verið safnað á hverju árið frá árinu 2005. Þegar gögnum rannsóknarinnar var safnað í fyrsta sinn árið 2005 tóku 65 fyrirtæki þátt en árið 2007 voru þau 119. Nánast öll þau fyrirtæki sem sóst hefur verið eftir þátttöku frá taka þátt í rannsóknni. Fyrsta árið sem fyrirtæki tekur þátt í rannsókninni er framkvæmdastjóri fyrirtækisins yfirleitt heimsóttur en eftir það er spurningalistinn lagður fyrir í síma. Ýmsir þættir sem skipta miklu máli á hinum mikilvægu fyrstu árum fyrirtækja eru rannsakaðir. Spurt er um stofnskilyrði og ástæður fyrir stofnun fyrirtækjanna og einnig margvíslegra spurninga um vöxt og viðgang fyrirtækjanna. Árangur rannsóknarinnar byggir á því að stjórnendur séu tilbúnir að svara spurningalista á hverju ári og því er ánægjulegt að ný íslensk tæknifyrirtæki séu tilbúin að leggja sitt af mörkum til rannsóknarverkefnisins með þátttöku sinni. Rannsóknin er unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í nýsköpunar­ og frumkvöðlafræðum og er styrkt af Rannsóknarsjóði. Nánari niðurstöður og upplýsingar um rannsóknina má nálgast á vefnum www.hr.is/svvt. Helmingi fleiri telja nú skort á starfsfólki ógnun við afkomu Á hinn bóginn virðist sú ógn sem stjórnendur telja stafa af skorti á framboði af fjármagni fara minnkandi Flestir stjórnendur nýrra íslenskra tæknifyrirtækja líta framtíðina björtum augum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.