Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 21
T Ö L V U M Á L | 2 1 Niðurstöður Niðurstöðum þingsins er lýst í skýrslu sem heitir „Summit on Educational Games – Harnessing the power of video games for learning“ sem gefin var út af FAS árið 2006 . Í stuttu máli, þá var niðurstaðan sú að það að þróa, markaðssetja og nýta leiki í kennslu er þverfagleg áskorun til nýsköpunar. Til að takast á við þessa áskorun þarf að byggja á vísindalegum uppgötvunum, tækninýjungum, skapandi hönnun og smíði, hvetjandi fjárfestingaumhverfi, breyttum kennsluaðferðum og skýrri skilgreiningu á nýjum hlutverkum kennara og nemenda. Skýrslan fer svo í saumana á þessum atriðum, en tekur sérstaklega á því hvað ríkið, fyrirtæki og menntastofnanir þurfi að gera. Hér verður vikið að nokkrum áhugaverðum atriðum. Hlutverk ríkis Þar sem kennsluleikjamarkaðurinn er lítill, og þar með erfitt fyrir einka­ fyrirtæki að hagnast á gerð og sölu kennsluleikja, verður mikilvæg þróun á þessu sviði að miklu leiti að byggjast á opinberu fjármagni. Þessu fjármagni þarf að útdeila til verkefna sem líkleg eru til árangurs, samkvæmt heilstæðri rannsóknarstefnu í kennsluvísindum og kennslutækni. Styðja þarf við bakið á margskonar nýsköpun s.s. grunnrannsóknum, hagnýtum rannsóknum, tækniþróun, innleiðingu nýs verklags í skólum og mati á áhrifum þess. Þarna renna saman í eina mikilvæga heild þættir sem enginn einn styrkur eða stofnun nær yfir í Bandaríkjunum í dag. Hér er því þörf á mikilvægri endurmótun. Styðja þarf sérstaklega við þverfaglegt samstarf rannsakenda hjá há­ skól um, t.d. í tölvunarfræðum, kennslufræðum eða lýðheilsufræðum, við framleiðendur og útgefendur leikja og kennsluefnis. Sérstaklega þarf að styrkja þróun verkfæra sem auðvelda framleiðslu kennsluefnis á ódýran máta, t.d. með því að breyta þegar útgefnum leikjum til afþreyingar í ný kennslutæki. Hluti af þessu er að stuðla að einingamiðaðri þróun á leikjatækni og almennum stöðlum sem einfalda alla endurnýtingu og gras rótarstarf. Loks ber menntamálayfirvöldum að gæta þess að þegar áhrifa nýrrar tækni er metin, þarf að skoða hvort hefðbundnar námsmatsaðferðir skóla meti í raun þá færni sem nýja tæknin styður við. Hugsanlega er um að ræða nýja tegund mikilvægrar færni sem ekki er enn til góð mælistika fyrir. Tölvuleikir eru hannaðir með það fyrir augum að halda notendum þeirra við efnið, til dæmis með spennandi markmiðum, hvetjandi umbun og slóð vísbendinga sem viðheldur áhuga Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson stundar rannsóknir við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík á félagslegri tölvutækni við Gervigreindarsetrið (CADIA). Hann er einnig meðstofnandi og stjórnarmaður Alelo Inc. í Kaliforníu sem þróar tölvuleiki til samskiptaþjálfunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.