Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 27
T Ö L V U M Á L | 2 7 Þátttökufyrirtækin eru virk í nýsköpun og verja að meðaltali um 27% af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Þetta hlutfall hefur haldist nær óbreytt síðastliðin þrjú ár. Árið 2006 hóf um helmingur fyrirtækjanna sölu á nýrri vöru eða þjónustu. Á hverju ári eru stjórnendur spurðir að því hvort fyrirtækin þeirra hafi sam­ einast öðrum fyrirtækjum og hvort fyrirtækin, eða starfsmenn þeirra, hafi stofnað ný fyrirtæki á árinu. Fjöldi þeirra fyrirtækja sem hafa sameinast öðrum fyrirtækjum hefur farið vaxandi, úr 3% árið 2005 í 10% á árinu 2007. Árið 2004 stofnuðu um 5% fyrirtækjanna, eða starfsfólk þeirra, ný fyrirtæki en hlutfallið var orðið um 13% árið 2006. Skortur á starfsfólki mesta ógnunin Í rannsókninni eru stjórnendur fyrirtækjanna spurðir spurninga sem snúa að mögulegum ógnunum við afkomu fyrirtækja þeirra. Árið 2005 töldu 23% þátttakenda að skortur á hæfu starfsfólki hefði verið ógnun við afkomu fyrirtækja þeirra árið áður (sjá mynd 3). Fyrr á árinu 2007 höfðu aftur á móti 48% stjórnenda áhyggjur af skorti af starfsfólki, eða nær tvöfalt fleiri. Um helmingur stjórnenda nýrra íslenskra tæknifyrirtækja líta því svo á að skortur á hæfu starfsfólki sé mikil eða í meðallagi mikil ógn við afkomu. MYND 3. Svör stjórnenda við spurningunni: „Var skortur á framboði á hæfu starfsfólki mikil eða lítil ógnun við afkomu fyrirtækisins á síðasta ári (2006)?“ Athyglisvert er að á árinu 2007 sögðu stjórnendur aftur á móti skort á fjármagni og almennt efnahagsástand síður ógnun við afkomu fyrirtækja þeirra en árin áður. Árið 2005 töldu 27% stjórnenda að ógnun árið áður vegna efnahagsumhverfis hafi verið í meðallagi eða mikil, en árið 2007 töldu aðeins 17% stjórnenda að svo væri. Að sama skapi sögðu 33% stjórnenda árið 2005 að skortur á fjármagni hefði skapað í meðallagi eða mikla ógn við afkomu árið 2004. Þetta hlutfall var hinsvegar lægra, eða um 21%, árin 2006 og 2007 (sjá mynd 4). MYND 4. Svör stjórnenda við spurningunni: „Var skortur á framboði á fjármagni mikil eða lítil ógnun við afkomu fyrirtækisins á síðasta ári?“ Aðeins 7% fyrirtækjanna fá fjármagn frá hinu opinbera Í rannsókninni eru stjórnendur spurðir hvort þeir hafi fengið fjármagn inn í fyrirtækin árið áður og þá hvaðan það fjármagn hafi komið. Innan við helmingur fyrirtækjanna (43%) fékk inn nýtt fjármagn á árinu 2006. Aðeins um 7% fyrirtækjanna fengu einhvers konar fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera. Um 12% fyrirtækjanna fengu fjármagn frá stofnendum og er þá átt við stofnendur sem eru einstaklingar, og um 6% frá bönkum og eru þar lán meðtalin. Mynd 5 sýnir dreifingu svara. Rannsóknin nær til fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á tæknisérþekkingu starfsfólks Fjöldi starfa í hópi þátttökufyrirtækja sem eru fimm ára og yngri hefur tvöfaldast á tveimur árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.