Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 27

Tölvumál - 01.02.2008, Page 27
T Ö L V U M Á L | 2 7 Þátttökufyrirtækin eru virk í nýsköpun og verja að meðaltali um 27% af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Þetta hlutfall hefur haldist nær óbreytt síðastliðin þrjú ár. Árið 2006 hóf um helmingur fyrirtækjanna sölu á nýrri vöru eða þjónustu. Á hverju ári eru stjórnendur spurðir að því hvort fyrirtækin þeirra hafi sam­ einast öðrum fyrirtækjum og hvort fyrirtækin, eða starfsmenn þeirra, hafi stofnað ný fyrirtæki á árinu. Fjöldi þeirra fyrirtækja sem hafa sameinast öðrum fyrirtækjum hefur farið vaxandi, úr 3% árið 2005 í 10% á árinu 2007. Árið 2004 stofnuðu um 5% fyrirtækjanna, eða starfsfólk þeirra, ný fyrirtæki en hlutfallið var orðið um 13% árið 2006. Skortur á starfsfólki mesta ógnunin Í rannsókninni eru stjórnendur fyrirtækjanna spurðir spurninga sem snúa að mögulegum ógnunum við afkomu fyrirtækja þeirra. Árið 2005 töldu 23% þátttakenda að skortur á hæfu starfsfólki hefði verið ógnun við afkomu fyrirtækja þeirra árið áður (sjá mynd 3). Fyrr á árinu 2007 höfðu aftur á móti 48% stjórnenda áhyggjur af skorti af starfsfólki, eða nær tvöfalt fleiri. Um helmingur stjórnenda nýrra íslenskra tæknifyrirtækja líta því svo á að skortur á hæfu starfsfólki sé mikil eða í meðallagi mikil ógn við afkomu. MYND 3. Svör stjórnenda við spurningunni: „Var skortur á framboði á hæfu starfsfólki mikil eða lítil ógnun við afkomu fyrirtækisins á síðasta ári (2006)?“ Athyglisvert er að á árinu 2007 sögðu stjórnendur aftur á móti skort á fjármagni og almennt efnahagsástand síður ógnun við afkomu fyrirtækja þeirra en árin áður. Árið 2005 töldu 27% stjórnenda að ógnun árið áður vegna efnahagsumhverfis hafi verið í meðallagi eða mikil, en árið 2007 töldu aðeins 17% stjórnenda að svo væri. Að sama skapi sögðu 33% stjórnenda árið 2005 að skortur á fjármagni hefði skapað í meðallagi eða mikla ógn við afkomu árið 2004. Þetta hlutfall var hinsvegar lægra, eða um 21%, árin 2006 og 2007 (sjá mynd 4). MYND 4. Svör stjórnenda við spurningunni: „Var skortur á framboði á fjármagni mikil eða lítil ógnun við afkomu fyrirtækisins á síðasta ári?“ Aðeins 7% fyrirtækjanna fá fjármagn frá hinu opinbera Í rannsókninni eru stjórnendur spurðir hvort þeir hafi fengið fjármagn inn í fyrirtækin árið áður og þá hvaðan það fjármagn hafi komið. Innan við helmingur fyrirtækjanna (43%) fékk inn nýtt fjármagn á árinu 2006. Aðeins um 7% fyrirtækjanna fengu einhvers konar fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera. Um 12% fyrirtækjanna fengu fjármagn frá stofnendum og er þá átt við stofnendur sem eru einstaklingar, og um 6% frá bönkum og eru þar lán meðtalin. Mynd 5 sýnir dreifingu svara. Rannsóknin nær til fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á tæknisérþekkingu starfsfólks Fjöldi starfa í hópi þátttökufyrirtækja sem eru fimm ára og yngri hefur tvöfaldast á tveimur árum

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.