Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 80

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 80
8 0 | T Ö L V U M Á L CRM væðing á íslandi Hugmyndafræði sem hámarkar hagkvæmni fyrirtækja með aðstoð hugbúnaðar. CRM Customer relationship management er nokkuð þekkt hugmyndafræði sem flestir þeirra er lagt hafa stund á viðskipta­og eða markaðsfræði þekkja, hugmyndafræði sem fyrirtæki og stofnanir vilja gjarnan tileinka sér en leiðin að takmarkinu hefur reynst með misjöfnum árangri þar sem oft þarf að breyta vinnulagi starfsmanna. Hugmyndafræðin CRM hugmyndafræðin snýst um stjórnun viðskiptatengsla við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila (e.stakeholders) fyrirtækisins sem getur í raun verið hvaða aðili sem er, hvort sem hann er í beinum eða óbeinum samskiptum við fyrirtækið. Hugmyndafræðin snýst þó almennt um viðskiptavini, hvernig þeim er náð, viðhaldið og hvernig þarfir þeirra eru greindar. Markaðsfræðin kennir okkur að ódýrara er að viðhalda núverandi viðskiptavinum heldur en að ná í nýja, ásamt því að orðspor núverandi viðskiptavina (e.word of mouth) hefur afgerandi áhrif á framtíðarviðskipti fyrirtækja. Því má því með sanni segja að töluverð verðmæti liggi í samskiptaupplýsingum fyrirtækis og hagsmunaðilum þess. Fyrirtæki sem nýta sér þessa hugmyndafræði og vinna eftir henni ættu því að þekkja viðskiptavini sína og þarfir þeirra betur en aðrir á markaðinum, hafa betri yfirsýn yfir stöðu samninga, þjónustustigs, innri viðskiptatengsla ásamt aðgangi að ýmsum tölfræðiupplýsingum. Þar kemur hugbúnaður inn í myndina sem léttir slíkt utanumhald til muna og dregur út þær upplýsingar sem CRM notendur vilja nýta sér. Nokkrar lausnir eru til á markaðinum en þær helstu eru Microsoft Dynamics CRM, Salesforce.com, Act og One System. Í þessari umfjöllum mun ég taka Microsoft Dynamics CRM fyrir en það er eina lausnin sem er algerlega samþætt og keyrir inn í Outlook póstforritið. Microsoft Dynamics CRM 3,0 Microsoft Dynamics CRM býður upp á lausn sem hefur þrjá innbyggða módula a) sölustjórnun, b) markaðsmál og c) þjónustustjórnun. Notendur geta valið hvort þeir noti alla, tvo eða einn hlutann í einu en algengast er að fyrirtæki byrji á einum módul og bæti svo við sig virkni eftir því sem þekkinging á lausninni eykst. Reynsla mín af íslenskum fyrirtækjum er að flest byrja þau að nota sölu stjórnunarhlutann til að halda utan um söluábendingar og tækifæri en færi sig svo út í markaðshlutann þegar nægum upplýsingum hefur verið safnað til greiningar á viðskiptavinum. Þjónustu stjórnunarhlutinn er gjarnan tekinn inn síðastur nema í þeim tilvikum þar sem hann þjónar stóru hlutverki eins og í þjónustuverum­og miðstöðvum þar sem verið er að skrá inn mál (e.cases) og fylgja þeim eftir svo og hjá fyrirtækjum sem nýta lausnina sem þjónustu beiðnakerfi. Það skemmtilega við Microsoft Dynamics CRM er að lausnin vex með fyrirtækinu óháð stærð. Sölustjórnun • Söluábendingar • Sölutækifæri • Söluferli • Vörur • Tölfræði um árangur • Samkeppnisaðilar Stjórnun markaðsmála • Markaðslistar • Áætlunargerð • Markaðsherferð fyrirtækis • Markaðsherferð viðskiptastjóra • Stjórnun markaðsatburða • Tölfræði um kostnað og ábata markaðherferða Þjónustustjórnun • Þjónustusamningar • Þjónustubókanir og beiðnir • Ábendingar og kvartanir • Þekkingarbrunnur • Tölfræði um nýtingu forðans Helsti ábatinn af Microsoft Dynamics CRM 3,0 Ábatinn miðar fyrst og fremst að aukinni hagkvæmni í rekstri með upplýsingasöfnun og réttrar nýtingar á þeim upplýsingum. Höfundur hefur tekið saman fimm megin ástæður þess að velja Microsoft Dynamics CRM sem áður hafa verið birtar á heimasíðu Opinna kerfa ehf. 1. Einföld uppsetning og val um kaup, leigu eða hýsingu. 2. Þægileg innleiðing þar sem notandinn þekkir umhverfið sem samþættist Outlook póstforritinu. 3. Sveigjanleiki í aðlögun á þínum viðskiptaþörfum og stuðningur við verkferla fyrirtækisins með svo­ kallaðri workflow virkni. 4. Aukin framlegð starfsmanna vegna tímasparnaðar í starfi og betri yfirsýnir yfir verkefnastöðu. 5. Aukin þekking á viðskiptavinum sem leiðir til hærra þjónustustigs. Ný útgáfa í febrúar 2008 Microsoft Dynamics CRM 4,0 var þróuð með einfaldleika að leiðarljósi þar sem tekið var tillit til allra hagsmunaðaila, þ.e.notenda, seljenda og þróunaraðila. Útgáfan er notendavænni í þá veru að búið er að fækka músar klikkum á mörgum stöðum með tilkomu aukinninnar sjálfvirkni. Fyrir bæði seljendur og kaupendur þá eru aðlögunarmöguleikarnar orðnir þægilegri og sem dæmi þá er nú hægt að útfæra many to many relationship en í fyrri útgáfu lausnarinnar var eingöngu boðið upp á one to many relationship. Tenging í upplýsingar úr öðrum kerfum hefur einnig verið einfölduð hvort sem um er að ræða Microsoft lausnir eins og Sharepoint og Navision eða önnur heimasmíðuð bókhaldskerfi. Höfundur var staddur á árlegri Microsoft Convergence ráðstefnu í Danmörku í oktober sl. þar sem sérstaklega var farið í þá þróunarvinnu sem Microsoft hefur lagt í til að gera Microsoft Dynamics CRM 4,0 að enn notendavænni lausn. Hvað varðar stærðartakmarkanir þá kom það fram að flestir notendur í einu slíku kerfi hafa verið um 5.000 án teljandi vandræða en í Microsoft Dynamics CRM 4.0 er sá fjöldi kominn upp í 6.000 notendur. Fjöldi notenda ætti því ekki að vera áhyggjuefni fyrir íslenska markaðinn. Áætlað er að lausnin verði tilbúin í sölu í Evrópu í febrúar 2008 en komi á íslenska markaðinn í mars. Innleiðing Stuðningur stjórnenda og hugarfar starfsmanna eru atriði sem vanda þarf sérstaklega til við innleiðingu á Microsoft Dynamics CRM. Verið er að setja kröfu á starfsmenn um auknar skráningar á upplýsingum sem þýðir auka músar klikk vegna t.d. tölvu póstssendinga, skráningu verkefna (e.task) og funda. Tileinki starfsmenn sér þetta ekki eða illa þá er hugmyndafræðin dottin um sjálfan sig þar sem að upplýsingarnar safnast ekki upp eins og til er ætlast. Stuðningur stjórnenda er því mikilvægur í þessu samhengi . Microsoft Dynamics CRM einfaldar því skráningarferlið verulega þar sem að lausnin samþættist Outlook póstforritinu og því er starfsmaðurinn ávallt að vinna í sínu þekkta umhverfi. Umfang innleiðingarinnar fer eftir þörfum fyrirtækisins og getur verið alveg frá því að fá hýsta uppsetta og tilbúna lausn á nokkrum tímum* í að fara í greiningarvinnu þar sem lausnin er aðlöguð að ferlum fyrirtækisins með kennslu og eftirfylgni. Hvaða leið svo sem fyrirtæki velja þá hentar lausnin bæði stórum sem smáum fyrirtækjum sem vilja ná aukinni hagkvæmni í rekstri með betra utanumhald utan um viðskiptatengslin sín. Microsoft Dynamics CRM á Íslandi Það eru um 900 Microsoft Dynamics CRM notendur skráðir á Íslandi í u.m.þ 60 fyrirtækjum* og fer sú tala vaxandi. Lausnin er tiltölulega ný hér á landi þó að hugmyndafræðin sé eldri og er því enn að sanna sig í sessi. Í Bandaríkjunum, Kanada og þróaðri evrópulöndum er ekki spurt hvort að fyrirtæki séu með CRM lausn heldur hvaða lausn þau eru að nota. Annað sem virðist vera hamlandi þáttur bæði í CRM málum og gæðamálum á íslandi eru að mörg fyrirtæki eiga ekki til skráða verkferla og því þegar að innleiðingu kemur þá bætist stundum sú vinna við. Þetta á einkum við um lítil og meðalstór fyrirtæki en stærri fyrirtæki eru mörg hver kominn vel áleiðis hvað þetta varðar. Lykilatriði til árangurs hvað varðar CRM og aðrar lausnir er að notendur séu fljótir að tileinka sér vinnubrögðin og það á svo sannarlega við um Microsoft Dynamics CRM. * Aðeins Opin kerfi ehf hafa boðið upp á þann möguleika” * skv. tölum frá Microsoft á Íslandi Elín Gränz, Opin Kerfi ehf Ráðgjafi og verkefnastjóri Vörukynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.