Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 49

Tölvumál - 01.02.2008, Page 49
T Ö L V U M Á L | 4 9 aðeins símtækið sjálft er auðkennt en ekki notandinn sem slíkur. Til að auðkenna notanda þyrfti að nota mun öryggari öryggislykla sem væru t.d. vistaðir og forskrifaðir á SIM kortin (Subscriber Identity Module) um leið og notandinn kaupir síma með nýju SIM korti. • Replay árás Eins og áður hefur verið sagt notar Bluetooth tækni sem heitir FHSS (Fast Frequency­Hopping Spread Spectrum) og byggir á að hoppa stöðugt á milli 79 tíðna í fyrirfram ákveðni röð sem einungis sendandinn og móttakandinn vita. Þannig gerir það öðrum aðilum mjög erfitt fyrir að hlusta á samskiptin ef aðeins sendandinn og móttakandinn vita á hvaða tíðni þeir eiga að hlusta á, á hverjum tíma. Með því að hlusta á allar 79 tíðnirnar gæti þriðji aðili þó tekið upp og spilað aftur bút úr samskiptum einhverra tveggja aðila. Með því síðan að senda frá sér upptökuna á öllum 79 tíðnunum gæti sendingin þá orðið til þess að trufla samskiptin á milli hinna tveggja. Eins og eðli árásinnar gefur til kynna er þessi tegund kölluð Replay attack. • Millimanns árás (Man in the middle) Bluetooth byggir ekki á dreifilyklaskipulagi (PKI). Tæknilega væri þess vegna hægt er að hlusta eftir Unit key lyklaskiptum (e. Private Key) og framkvæma svokallaða “Man in the middle” árás. [5] • Þjónusturofsárás (DoS) Án þess að fremja „innbrot“ í þeim skilningi er auk hefðbundna árása hægt að trufla sendingar annarra t.d. með því að senda út suð á öllum 79 tíðnunum með mjög miklu afli. Bluetooth er, eins og WiFi, á leyfisfrjálsum tíðnum og er oft kölluð „best effort“ tækni sem í stuttu máli þýðir að engin trygging er gefin fyrir að gögnin komist til skila eða á frátekið pláss á burðarmiðlinum. Truflunin veldur því þá að notandi fær ekki aðgang að miðlinum með nægjanlega góðum styrk (SNR) til að geta komist að og hafið samskipti. • Þráðlaus Samskipti Að lokum er rétt að nefna að Bluetooth er þráðlaus tækni sem í samanburði við fasttengda tækni gerir það ógreinilegra að sjá hver gæti hugsanlega verið að hlusta og hver ekki. Út frá því sjónarmiði hefur almennt lengi verið talið að þráðlaus tækni sé í eðli sínu hættumeiri en önnur sambærileg samskiptatækni. Hvernig er hægt að fyrirbyggja árásir? Stuttdrægni tækninnar er helsta ástæðan fyrir því að árásir eru mjög sjaldgæfar og erfiðar. Í stuttu máli þýðir það að tölvuþrjótar þurfa að vera staðsettir nánast við hliðina á viðkomandi sem þeir ætla að ráðast á eða í flestum tilfellum innan við 10 m frá honum. Þar að auki er pörunarferlið langsamlega hættulegasti hlutinn af samskiptunum í heild. Eftir að örugg rás (e. Secure Connection) hefur verið stofnuð er Bluetooth almennt talin mjög örugg fyrir árásum tölvuþrjóta, sérstaklega út af FHSS mótuninni sem áður hefur verið rædd. Til að forðast helstu hættur koma hér nokkur heilræði til að fyrirbyggja frekari hættu á árásum. [5] • Framkvæmið pörun á öruggari stöðum þar sem lítið er af ókunnugu fólki. T.d. ekki á flugvöllum, verslunarmiðstöðum, veitingarstöðum o.s.frv. • Velja löng og ófyrirsjáanleg PIN númer. T.d. ekki 1111, 1234 eða afmælisdag. • Ekki nota upphafsstillingar sem koma með tækjum (e. Factory Default Settings). • Aðeins bregðast við fyrirspurnum frá tækjum sem maður þekkir. • Ekki vista PIN númer í minni tækja. • Aðeins hafa kveikt á Bluetooth þegar þörf er á notkun þess. • Forritarar: Forðist að nota eingöngu svokallaða unit lykla. Notið frekar faldaða lykla (e. Combined Keys). Framtíðarþróun tækninnar Samhliða hraðri þróun á farsímum og öðrum Bluetooth hæfum tækjum verð ur krafan um aukna bandbreidd og aukinn hraða ávallt meiri. Fyrir áfram haldandi þróun Bluetooth hefur verið ákveðið að taka á tveim af helstu takmörkunum tækninnar sem eru, gagnaflutningshraði og orkunýtni, og þróa áfram tvær hliðargreinar fyrir sértækari notkunarsvið. Þessar greinar eru því: (1) High speed Bluetooth WiMedia Alliance Multi­Band Orthogonal Frequency Division Multiplexing (MB­OFDM) (480Mbit/s) og síðan (2) Ultra Low Power Bluetooth [11] sem hugsanlega gæti verið notað fyrir ýmis mælitæki eins og t.d. í úr, púlsmæla og fjarstýringar sem undir venjulegum kringumstæðum eru alltaf háð líftíma rafhlöðu sem gerir orkunýtnina að enn mikilvægari kröfu en t.d. gagnahraðann þar sem gögnin í þeim tilfellum eru yfirleitt ekki mikil. Annað dæmi um notkunarsvið fyrir háhraða Bluetooth væri t.d. að streyma videostraumi frá síma, myndavél eða myndbandsupptökuvél yfir í tölvu eða sjónvarp. Með þessum skrefum er líklegt að Bluetooth tryggi betur framtíðarsæti sitt sem leiðandi þráðlaus tækni fyrir gagnaflutning og samskipti yfir styttri vegalengdir með einföldum hætti. [8]

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.