Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 56

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 56
5 6 | T Ö L V U M Á L Fyrirlestrar Hátíðin hófst á fyrirlestrum þeirra dr. Ara K. Jónssonar og dr. Yngva Björns­ sonar þar sem þeir lýstu notkun gervigreindartækni á sviðum geimferða og leikja. Ari, sem er fyrrverandi starfsmaður NASA og nýráðinn forseti tölvunar fræðideildar HR, sagði frá gervigreind sem hann þróaði fyrir tvo þjarka sem sendir voru til Mars og báðir þeirra eru enn við störf. Jafnframt lýsti Ari einu greindasta geimfari sem hefur verið sent út í sólkerfið, Deep Space One (DS­1), en það fór hluta ferðar sinnar í átt að sólu á sjálfstýringu einni saman. Eitt af því merkilegasta við DS­1 er hversu háþróuð sjálfstæð ákvarðanataka geimfarsins var, en það gat meðal annars komist fyrir galla í rafhleðslubúnaði sínum með sjálfstæðum ályktunum. Þegar rafmagn flæddi ekki frá sólarrafhlöðum sem kveikt hafði verið á, ályktaði gervigreindin að það væri líklega til komið vegna „sambandleysis“ og þess vegna mætti prufa að „kveikja og slökkva nokkrum sinnum“ til að sjá hvort búnaðurinn myndi ekki hrökkva í gang. DS­1 gerði það og kom þannig rafmagninu af stað. Dr. Yngvi Björnsson er nýkrýndur heimsmeistari í gervigreind ásamt meistara nemanum Hilmari Finnssyni en Yngvi er leiðbeinandi hans. Í haust vann forrit þeirra, CADIA­Player, heimsmeistarakeppnina í almennri leikjaspilun (3rd International General Game­Playing competition) og burstaði þar með Standford, India Institute of Technology og fleiri mæta háskóla í verðugri viðureign. Keppnin fer þannig fram að 40 mismunandi leikir eru spilaðir, hver með mismunandi reglum, og verður forritið sjálft að skilja leikjareglurnar til að geta spilað. Forritin spila síðan gegn hvert öðru og þau sem vinna flesta af þessum 40 tegundum leikja fá að halda áfram í útsláttarkeppni. CADIA­Player keyrir ekki á sérhönnuðum vélbúnaði heldur á tveimur venjulegum borðtölvum. Árangur Yngva og Hilmars verður að teljast mjög góður þar sem CADIA­Player forritið var skrifað á þessu ári, en allir hinir þátttakendurnir voru að taka þátt í annað eða þriðja sinn. Þá kynntu þeir dr. Kristinn Andersen frá Marel og Grímur Jónson frá Össuri vörur sem fyrirtækin hafa nýtt gervigreind í eða eru með áform um að nýta hana fyrir. Kristinn lýsti vandamálum varðandi stýringu þjarka í verksmiðju þar sem þjarkarnir þurfa að geta haft samskipti hver við annan til að auka afköstin við framleiðsluna og bregðast við óvæntum uppákomum. Grímur sagði frá gervigreind þeirri sem Össur hefur þegar þróað fyrir gervihné sín en fyrirtækið hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir þá þróun. Meðal annars hafa vörur þeirra tvisvar verið taldar til 100 merkustu uppfinninga ársins af bandarískla tímaritinu Popular Science. Augljóst var að hátíðargestir höfðu sérstaklega mikinn áhuga á tækni Össurar og eftir fyrirlesturinn komust færri að en vildu með spurningar. Setrið Þá var haldin stutt kynning á Gervigreindarsetri HR, en setrið var stofnað vorið 2005. Markmið Gervigreindarsetursins er þrískipt: Að stunda rannsóknir í fremstu röð á sviði gervigreindar og vitvísinda í alþjóðarannsóknarsamfélagi; að víkka sjóndeildarhring nemenda á öllum námsstigum, með því að bjóða þeim þátttöku í framsæknum rannsóknarverkefnum; og að stuðla að notkun gervigreindar í iðnaði og þjóðfélaginu. Setrið hefur hlotið fjölda samkeppnisstyrkja, bæði erlenda og innlenda, og starfa að meðaltali 15­ 20 nemendur við rannsóknir á setrinu á hverjum tíma. Fastir starfsmenn Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík Gervigreindarhátíð Þann 13. október síðastliðinn var haldin Gervigreindarhátíð Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, annað árið í röð. Á hátíðinni, sem er opin öllum án endurgjalds, var boðið uppá fjölbreytta dagskrá þar sem gervigreind var í aðalhlutverki, hvort sem er í geimnum eða á jörðu. Veitt voru verðlaun í Gervigreindarkeppninni og ýmis samtök, fyrirtæki og stofnanir sýndu vörur og verkefni tengdum gervigreind. Um 200 manns komu á hátíðina sem haldin var í Borgarleikhúsinu og stóð frá kl. 13:00 til 17:30. Veitt voru verðlaun í Gervigreindarkeppninni og ýmis samtök, fyrirtæki og stofnanir sýndu vörur og verkefni tengdum gervigreind Vinnningshafar í Gervigreindarkeppninni. Frá vinstri: Hrafn Þorri Þórisson, Freyr Magnússon, Ágúst Karlsson, Kristleifur Daðason, Jónheiður Ísleifs- dóttir og Guðný R. Jónsdóttir. Dr. Kristinn R. Þórisson dósent við Háskólann í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.