Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 14
1 4 | T Ö L V U M Á L Upplýsingatækni er orðinn hluti af daglegu lífi margra Vesturlandabúa í dag. Vegna örrar þróunar á upplýsinga- og þekkingarsamfélagi eru auknar kröfur um að allir geti unnið með tæknina. Það að geta aflað og unnið úr upplýsingum er orðin mikilvæg leikni til að ná árangri í mörgum störfum og góð færni í upplýsingatækni er jafnvel orðin nauðsynleg til að taka virkan þátt í samfélaginu. Þessi þróun hefur haft áhrif á menntakerfið, stefnu- mótun, stjórnun, námskrá og daglegt starf nemenda og kennara. Í dag þykir eðlilegt að nýta upplýsingatækni í skólastarfi s.s. við daglegan rekstur skóla, við undirbúning kennslu, við kennslu og ekki síst við nám nemenda. Upplýsingatæknin býður upp á marg víslega möguleika við skráningu gagna, vinnslu þeirra og framsetningu sem getur nýst vel við nám og kennslu. Ásrún Matthíasdóttir lektor við Háskólanum í Reykjavík Stefna stjórnvalda Mikilvægt er að yfirvöld móti stefnu á hverjum tíma um upplýsingtækni í þágu menntunar en ekki síður að þeirri stefnu sé fylgt eftir og þannig stutt við framþróun á þessu sviði. Hér á landi má m.a. lesa um stefnu stjórnvalda í eftirtöldum bæklingum sem hafa verið gefnir út af menntamálaráðuneytinu: Í krafti upplýsinga (Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menn­ ingu og upplýsingatækni 1996­1999), Forskot til framtíðar (Verkefnaáætlun menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun 2001­2003) og Áræði með ábyrgð (Stefna menntamálaráðuneytis um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005­2008). Í stuttu máli má segja að stefna stjórnvalda hafi falist í því að nýta upplýsingatæknina markvisst í skólastarfi, auka framboð á stafrænu náms efni, efla símenntun kennara, setja viðmið og staðla svo eitthvað sé nefnt. Ýmis verkefni hafa verið sett á fót undanfarinn áratug til að fylgja stefnunni eftir s.s. UT­ ráðstefnur sem haldnar voru árlega frá 1999­2006, þróunarverkefni um framþróun upplýsingatækni í kennslu, námi og skólastarfi sem stóð yfir frá 1999 – 2002 með þátttöku þriggja grunnskóla og þriggja framhaldsskóla, styrkir til endurmenntunar kenn­ ara í upplýsingatækni, margvísleg þróunarverkefni í skólum s.s. um dreif mennt, sem og styrkir til stafrænar námsefnisgerðar. Hér má einnig nefna gagnaflutninganet, FS­net (sjá www.fsnet.is), sem tengir saman alla framhaldskóla og símenntunarstöðvar á landinu. Flestir skólar hafa byggt upp tölvuaðstöðu og þráðlaust net er algengt, sérstaklega í framhaldsskólum. Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa á þessu tímabili og þar hefur frá upphafi verið unnið útfrá hugmyndum um dreifnám og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Annað dæmi er Menntaskólinn í Kópavogi sem byggir sitt starf á að nemendur séu með eigin fartölvur og í Menntaskóla Borgarfjarðar fá nemendur fartölvur að láni til afnota í skólanum og heima. Þá eru tölvur nýttar á margvíslegan hátt í grunnskólum og flestir leikskólar hafa eina eða fleiri tölvur til afnota fyrir nemendur. Á þessu tímabili hefur fjarnám einnig vaxið hröðum skrefum sem sést best á því að árið 1996 voru 610 nemendur skráðir í fjarnám í framhaldsskólum og háskólum landsins skv. Hagstofu Íslands, en árið 2006 var fjöldinn kominn í 5.980 nemendur. Þessi aukning er í raun bylting og sýnir að Upplýsingatækni í skólakerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.