Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 24
2 4 | T Ö L V U M Á L Guðmundur Ásmundsson forstöðumaður upplýsingatækniiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins Upplýsingatækni sem „Þriðja stoðin“ Metnaðarfullar tillögur um framtíðaruppbyggingu Tilboðið gerir ráð fyrir að tífalda gjaldeyristekjur af upplýsingatækni úr fjórum í 40 milljarða og fjölga störfum til muna. Markmiðið er að auka sölu staðlaðra hugbúnaðarlausna sem íslensk fyrirtæki hafa þróað og munu þróa í framtíðinni og stórauka hýsingu upplýsingakerfa fyrir erlenda aðila hér á landi. Forsenda þess að markmiðin náist er að íslensk stjórnvöld hrindi í framkvæmd skilgreindum verkefnum sem snúa að skattamálum, útflutningi, stefnumörkun og samstarfi. Samkvæmt tilboðinu er áætlað að jákvætt fjárflæði fyrir ríkið nemi um þremur milljörðum króna. Nettó skatttekjur eru áætlaðar um 5 milljarðar kr. og fjárfesting er áætluð um tveir milljarðar króna. Í tilboðinu um „Þriðju stoðina“ voru dregin saman þau verkefni sem SUT telja brýnust fyrir greinina og eru þar að leiðandi þau mál sem samtökin hafa sett á oddinn í starfi sínu undanfarin misseri. Tilboðið og áðurnefndar tillögur er að finna á vefsetri Samtaka iðnaðarins, www.si.is. Staða greinarinnar Mikill uppgangur var í upplýsingatæknigreinum kringum aldamótin. Miklu fjármagni var veitt í misgóð verkefni og mörg ný fyrirtæki urðu til. Í kjölfarið fylgdi nokkurt hrun og samdráttur í hugbúnaðargeiranum árin 2001 og 2002 eins og flestir þekkja. Frá þeim tíma hefur mikil gerjun átt sér stað í greininni og samþjöppun verið mikil. Tekið hefur verið á gæðamálum og innri ferlum hjá fyrirtækjunum og reksturinn straumlínulagaður og hann gerður stöðugri og arðbærari. Nú eru allmörg fyrirtæki í þessum geira mjög vel rekin og standa ágætlega. Mörg hver eru með góða vöru sem hefur átt fullt erindi á erlendan markað eins og dæmin sanna. Seðlabanki Íslands birti nýlega samantekt, byggða á svörum 112 fyrirtækja, um útflutning á hugbúnaðar­ og tölvuþjónustu árið 2006 en bankinn hefur aflað gagna um þetta frá árinu 1990. Tekjur af útflutningi hugbúnaðar­ og tölvuþjónustu námu 6.260 m.kr. árið 2006, samanborið við 4.800 m.kr. árið 2005 og var því um 30,4% aukningu að ræða milli ára. Eins og fram kemur á grafinu hér að neðan hafa útflutningstekjur hugbúnaðar rúmlega tvöhundruðfaldast á tímabilinu þ.e. farið úr 30.6 m.kr árið 1990 í 6.260 m.kr árið 2006. Í könnuninni kemur fram að ársvelta hugbúnaðarfyrirtækja á síðasta ári hafi verið 33,6 ma. kr. og að hún hafi aukist að raungildi tuttugufalt það sem hún var árið 1990. Til samanburðar hefur velta annarra atvinnugreina tvöfaldast að raungildi á sama tíma. Þá kemur fram að fjöldi starfsmanna í hugbúnaðariðnaði hafi rúmlega tvöfaldast á þessum tíma og sé nú um 2.400. Hlutfall starfsmanna í hugbúnaðariðnaði hefur því aukist úr 0,7% í 1,4% af heildarfjölda á vinnumarkaði á árunum 1991 til 2006. Vantar meiri kraft í að hrinda tillögum í framkvæmd Viðbrögð stjórnvalda við tilboðinu um „Þriðju stoðina“ voru mjög jákvæð á sínum tíma. Iðnaðarráðherra kynnti tilboðið ríkisstjórn sem samþykkti að beina verkefnum tilboðsins til þeirra fagráðuneyta sem hafa með málið að gera. Hins vegar hefur því miður lítið þokast með framkvæmd verkefnanna þrátt fyrir góðan vilja en ýmislegt hefur tafið þar fyrir. Að mati SUT er með öllu óskiljanlegt hversu erfitt virðist vera að framfylgja tillögum um Þriðju stoðina þó að allir hlutaðeigandi séu sammála um að til mikils sé að vinna. Áætlanir gerðu til dæmis ráð fyrir að Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins árið 2005 lögðu Samtök upplýsingafyrirtækja (SUT) fram tilboð til stjórnvalda sem kallaðist „Þriðja stoðin.“ Tilboðið fólst í að upplýsingatækni yrði meginstoð í verðmætasköpun og gjaldeyristekjum Íslendinga innan nokkurra ára, að gefnum tilteknum forsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.