Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.02.2008, Blaðsíða 42
4 2 | T Ö L V U M Á L Frjáls og opinn hugbúnaður Frjáls hugbúnaður Hugtakið frjáls hugbúnaður (e. Free Software) á við um hugbúnað sem varðveitir frelsi notenda. Richard Stallman, upphafsmanni hugtaksins, ofbauð hversu mikill réttur höfunda og fyrirtækja er í lögum um höfundarétt eftir að hann vildi betrumbæta hugbúnað í Xerox prentara. Þetta gerðist á þeim tíma sem útprentun tók langan tíma og betrumbæturnar voru fólgnar í því að tölvunotendur myndu vita ef prentarinn stíflaðist og gætu lagað stífluna strax. Stallman hafði áður framkvæmt slíkar breytingar og hafði því kunnáttuna til þess. Hann hafði alist upp við að vélbúnaðarframleiðendur væru ánægðir með að notendur gátu gert vélbúnað þeirra nytsamlegri. Fyrirtæki voru í síauknum mæli farin að taka fyrir athæfi eins og þetta til þess að vernda hagsmuni sína í stað þess að hugsa um notendur. Stallman gangsetti GNU verkefnið með það markmið að búa til frjálst stýrikerfi og í framhaldi af því skilgreindi hann frelsisboðorð fyrir hugbúnaðarnotendur: 0. Frelsið til þess að nota hugbúnaðinn í hvaða tilgangi sem er 1. Frelsið til þess að skoða hvernig hugbúnaðurinn virkar og aðlaga hann að sínum þörfum 2. Frelsið til þess að dreifa hugbúnaðinum til þess að hjálpa félögum sínum 3. Frelsið til þess að bæta hugbúnaðinn og dreifa betrumbótunum til baka til samfélagsins Vegna höfundaréttalaga verða framleiðendur hugbúnaðar að gefa hugbúnaðinn út undir ákveðnu leyfi til þess að gefa notendum þessi frelsi. Þekktasta leyfið er án efa GNU, General Public License sem er betur þekkt sem GPL og var upprunalega skrifað af Stallman en í undirbúningi þriðju útgáfu leyfisins sem kom út nýverið var öllum gefið leyfi til þess að taka þátt í að varðveita frelsi notenda. Fjögur frelsi notenda Frelsi 0 er grundvallarfrelsi alls hugbúnaðar og er ætlað að gefa öllum mögulegum notendum hugbúnaðarins frelsið til þess að nota hugbúnaðinn í þeim tilgangi sem hentar þeim sérstaklega. Hugbúnaður sem takmarkar notagildið á einhvern hátt brýtur frelsi 0. Dæmi um ófrjálsan hugbúnað er sá sem einungis er leyfilegt að nota á ákveðnu tímabili, í ákveðnum löndum eða við ákveðnar aðstæður og svo framvegis. Frelsi 1 er ætlað að tryggja að hugbúnaðurinn geti mætt þörfum allra notenda. Það er óhugsandi að framleiðandi hugbúnaðarins geti mætt þörfum allra þeirra sem vilja nota hugbúnaðinn. Það er mikilvægt að þessir hópar og aðilar geti aðlagað hugbúnaðinn að sínum þörfum án þess að bíða eftir því að framleiðandi hugbúnaðarins sjái sér hag í því að svara kröfum þeirra. Aðlögunina geta þeir annaðhvort gert sjálfir eða fengið hvern sem er til að framkvæma án þess að þurfa að skrifa undir samning þess efnis að neita að hjálpa öðrum aðilum í svipuðum sporum. Dæmi um aðlaganir sem mæta þörfum sérstakra aðila eru betra aðgengi fyrir fatlaða. Annað er til dæmis þýðing á hugbúnaði yfir á mismunandi tungumál, vandamál sem Íslendingar þekkja vel og nú þegar fólk af erlendu bergi brotið hefur sest að á Íslandi er eins mikilvægt að það geti notað íslenskan hugbúnað á sínu móðurmáli. Það er vert að taka það fram að það er nauðsynlegt að hafa aðgang að frumkóða hugbúnaðarins til þess að geta aðlagað hugbúnaðinn að sínum þörfum. Frelsi 2 byggir á því að notendur ættu að geta látið þá sem þurfa á ákveðnum hugbúnaði að halda fá eintak af hugbúnaðinum. Notendunum er frjálst að dreifa hugbúnaðinum annaðhvort frítt eða gegn gjaldi eftir því sem passar þeirra aðstæðum. Frelsið nær til bæði breyttra og upprunalegra útgáfna af hugbúnaðinum sem og keyranlegra útgáfna og frumkóða hugbúnaðarins. Til dæmis ættu þeir sem hafa aðlagað hugbúnað að geta látið aðra í svipuðum aðstæðum fá eintak af aðlöguðu útgáfunni og þeir sem þurfa aðstoð við að Hugtökin ,,frjáls hugbúnaður” og ,,opinn hugbúnaður” eru oft frjálslega notuð til að lýsa ákveðinni tegund hugbúnaðar. Í raun er um tvö náskyld en þó ólík hugtök að ræða. Í þessari grein verður fjallað um bæði hugtökin og í hverju áherslumunurinn liggur. Tryggvi Björgvinsson doktorsnemi í tölvunarfræðiskor við verkfræðideild Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.