Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 72

Tölvumál - 01.02.2008, Page 72
7 2 | T Ö L V U M Á L Öldungadeildin var stofnuð 22. júní 2004. Er tilgangur hennar eins og segir í félagssamþykktum „varðveisla sögulegra gagna og heimilda, í hvaða formi sem er, um vélræna gagnavinnslu og notkun upplýsingatækni á Íslandi. Þetta felur meðal annars í sér að skrá sögu upplýsingatækninnar og að stuðla að því að varðveittur verði búnaður sem þýðingu hefur fyrir söguna “. Félagar eru um 30. Um skilyrði til inntöku segir í samþykktunum: „Félagar geta allir orðið sem unnið hafa 25 ár eða lengur á sviði upplýsingatækni. Undantekningar frá þessu ákvæði má gera vegna sérstakra verðleika sem metnir verða af öldungaráði“. Í raun þýðir þetta að allir sem áhuga hafa og geta lagt eitthvað af mörkum eru gjaldgengir. Upphafið má rekja til þess að boðað var til ráðstefnu um sögu upplýsinga­ tækninnar á Norðurlöndum ( HiNC 1, History of Nordic Computing) í Noregi í júní 2003. Nokkrir einstaklingar tóku saman ráð sín og sendu inn erindi um tölvuvæðingu hins opinbera á Íslandi. Prófessorarnir Oddur Benediktsson og Magnús Magnússon sóttu þessa ráðstefnu. Upp úr því var hafinn undirbúningur að stofnun faghópsins. Fyrsta verk hópsins var að setja upp „Söguvefinn“ á vefstað SKÝ og setja þar inn efni sem aflað var í tenglsum við ofangreind erindaskrif. Vefurinn hefur aukist hægt, en á forsíðu SKÝ er áberandi hnappur sem vísar á hann. Þrjú erindi voru send inn á HiNC_2, sem haldin var í Turku í Finnlandi í ágúst 2007, og flutt þar af þremur félagsmönnum. Undirbúningur er hafinn að því að bjóða til HiNC­ráðstefnu á Íslandi áður en langt líður. Ekki hefur tekist að hefja kerfisbundna söfnun minja. Öldungaráð hefur leitað án árangurs til félaga í SKÝ eftir hentugu húsnæði til að geyma og/eða sýna safnmuni. Á rástefnunni í Turku kom fram að vaxandi áhugi er fyrir þessum þætti samtímasögunnar meðal sagnfræðinga og safnafólks enda ljóst að tíminn líður hratt í upplýsingaheimum. Minjar týnast með hverri endurskipulagningu fyrirtækja, þekking hverfur með hverri kynslóð sem hverfur af vettvangi. Öldungadeildin á sér þann draum að mega halda merkinu á lofti hér á landi þar til aðrir, betur hæfir og betur búnir, taka við því. Umfjöllun um faghópa Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands Félagar geta allir orðið sem unnið hafa 25 ár eða lengur á sviði upplýsingatækni Fyrsta verk hópsins var að setja upp „Söguvefinn“ á vefstað SKÝ Jóhann Gunnarsson formaður Öldungadeildar

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.