Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 22

Jón á Bægisá - 01.12.2005, Page 22
Ernst Philipson En þá bunaði Andersen þessu útúr sér: „Það hljóta að vera einhverjir duldir eiginleikar, yðar Hátign. “ „Hvað segiðþér?“ œpti kóngur og mœldi hann með augunum. „Því get ég ekki trúað. Þér lítið ekki útfyrir að hafa þá til að bera. “ Sjálfur hefur Andersen í dagbókum sínum og endurminningum fært fram ýmsar ástæður þess, að öll ástarævintýri hans hafi að engu orðið. Meðal annars hefur hann í því sambandi drepið á efnahag sinn, en ganga má að því vísu að engin þessara ástæðna sé fullkomlega undirhyggjulaus, heldur fram færð til að dylja sannleikann um feimni hans og uppburðaleysi gagnvart nánum samvistum við konur. Hitt vitum við með vissu að hann varð oftlega ástfanginn, og gaman gæti verið að tilfæra hér dæmi þess, með hans eigin orðum. í bréfi sem hann ritar vini sínum, Christian Wulff, 4ða júní 1839, má lesa eftirfarandi: „I gœr var ég í leikhúsinu... Ó, þar hitti ég frú Falbe með dœtrum sínum, og ég talaði meira við Klöru en ég horfði á leikinn; hún er indæl, og éggtzfi fúslega heila viku af lífi mínu fyrir einn koss... ogfyrir hana sjálfai... Já, ég mundi deyja strax að brúðkaupinu loknu. Ég veit ekki, hversu ungur mér hefur fundist ég vera uppá síðkastið, en til allrar hamingju hverfur hitinn eftirað ég hefsofið, og í dag er ég eins rólegur og hugsast getur, en vœri ég ríkur, skyldi ég halda samtalinu áfram og segja að lokum: 'Voulez-vous?’“ Já, það er ekki ofsagt, að H.C.Andersen hafi verið sæmilega eldfimur, þráttfyrir 34 ára aldurinn! Menn hafa víða getað fræðst um tilhneigingar skáldsins. í bók sinni um H.C. Andersen hefur Hjalmar Helweg prófessor og dr. med. lýst þessu í fáum orðum: „Riborg Voigt var fyrsta ástin hans, Louise Collin tilbeiðslan, sem stafaði af hlýju heimilisins, og Sophie 0rsted smáskot, en Jenny Lind var hin mikla ástríða fullorðinsáranna." Samkvæmt þessu áttu þær ekki að vera fleiri — og þó má enn nefna unga konu sem á heima í þessum útvalda hópi: sænsku greifadótturina Matildu Barck. Hinn 27nda júní 1839 ritaði Andersen (móðurlegri) vinkonu sinni, Henriette Hanck í Óðinsvéum, og sagði frá heimsókn sinni til Skáns (22.6 til 1.7), þegar hann var gestur Carls Gustavs Wrangels greifa og fór þaðan í heimsóknir til höfðingjasetranna í nágrenninu: „A þessum fáu dögum hef ég verið á ferð og flugi dag eftir dag... A Torup kynntist ég Barck greifa, 20 á- .JJayæiá - Tímarit þýðenda nr. 9 / 2005

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.