Jón á Bægisá - 01.12.2005, Qupperneq 75
Smalastúlkan ogsótarinn
Kínverjann og kiðfætta yfirogundirherráðsliðþjálfann, en hún grét með
svo hræðilegum ekkasogum og kyssti litla sótarann sinn, svo hann sá sér
ekki annað fært en láta undan, þó það væri rangt.
Og svo skriðu þau aftur með miklum þrautum niður um reykháfinn og
þau skreiddust gegnum tromluna og hólkinn. sem var hreint ekki notalegt,
og síðast stóðu þau í dimmum kolaofninum. Þar stóðu þau á hleri bakvið
speldið til fá að vita hvernig ástatt væri í stofunni. Það var dauðahljóð; þau
gægðust út - æ, þarna lá gamli Kínverjinn á miðju gólfi, hann hafði dottið
niðraf borðinu, þegar hann ætlaði að fylgja þeim, og brotnað í þrennt;
bakið hafði losnað frá í einum bút og höfuðið skoppað útí horn. Kiðfætti
yfirogundirherráðsliðþjálfinn stóð þarsem hann hafði alla tíð staðið og var
í þungum þönkum.
„Þetta er skelfilegt!“ sagði litla smalastúlkan. „Afi gamli er brotinn og
við eigum sök á því! Þetta lifi ég aldrei af!“ Og svo neri hún saman
agnarlitlu höndunum sínum.
„Það er enn hægt að spengja hann saman!“ sagði sótarinn. „Það er vel
hægt að spengja hann saman! Vertu nú ekki svona áköf! Þegar þeir líma á
honum bakið og láta hann fá góða spöng í hnakkann, þá verður hann aftur
einsog nýr og getur sagt okkur margt ógeðfellt!"
„Heldurðu það?“ sagði hún. Og síðan skriðu þau aftur uppá borðið
þarsem þau höfðu áður staðið.
'Sjáðu hversu langt við komumst!“ sagði sótarinn. „Og við hefðum
getað sparað okkur alla þá fyrirhöfn!“
„Bara að við fáum afa gamla spengdan!“ sagði smalastúlkan. ,Ædi það
sér mjög dýrt?“
Og spengdur var hann. Fjölskyldan lét líma á honum bakið, hann fékk
spöng í hálsinn, hann varð aftur einsog nýr, en ekki gat hann kinkað kolli.
„Þér eruð vísast orðinn dramblátur síðan þér urðuð fyrir brotinu!" sagði
kiðfætti yfirogundirherráðsliðþjálfinn. „Mér finnst samt að það sé ekkert
til að hreykja sér afi Hreppi ég hana eða hreppi ég hana ekki?“
Og sótarinn og litla smalastúlkan horfðu klökk á gamla Kínverjann.
Þau voru svo hrædd um að hann mundi kinka kolli, en það gat hann ekki,
og það var vandræðalegt fyrir hann að segja ókunnugum að hann væri
stöðugt með spöng í hnakkanum, og síðan hélt postulínsfólkið hópinn, og
það blessaði spöngina hans afa gamla og bjó við gagnkvæma væntumþykju
þartil það maskaðist.
A frummálinu nefnist œvintýrið „Hyrdinden og Skorsteensfeieren
Sigurður A. Magnússon íslenskaði
á . jOrrý/tíá — TlL ÞESS ÞARF SKROKK!
73