Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 8

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 8
Ingibjörg Haraldsdóttir Hvernig sem ég reyni tekst mér ekki að rifja upp hvenær eða hvar við Franz hittumst fyrst, en það hefur sennilega verið á fundi íÆskulýðsfylking- unni, Keflavíkurgöngu eða einhverri annarri uppákomu hjá vinstrimönnum snemma á sjöunda áratug liðinnar aldar. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt hann. Hann var nokkrum árum eldri en ég, en við stunduðum bæði nám um svipað leyti í þjóðfélögum sem nú eru horfin og sumir segja að hafi verið fleygt á ruslahaug sögunnar. Hann í Þýska alþýðulýðveldinu, ég í Sovétríkjunum. Vorið 1966 kom Franz í stutta heimsókn til Moskvu og við íslenska námsfólkið í borginni tókum að okkur að sýna honum næturlíf borgarinnar sem þá var afskaplega rólegt og kúltíverað miðað við það sem seinna varð þar eystra. Eftir miðnætti fylgdum við Franz á hótelið og á leiðinni dvaldist okkur um stund á Leikhústorginu fyrir framan Bolshoj. Þar stóð gríðarmikil flóðlýst stytta af Karli Marx með áletruninni Öreigar allra landa sameinist. Eg man ekki lengur um hvað við töluðum, kannski vorum við að bera saman þýska og sovéska pólitíska brandara eða annað í þeim dúr, en af einhverjum ástæðum hefur minningin um þennan fá- menna hóp ungra Islendinga um hlýja vornótt í Moskvu fyrir íjörutíu árum greypst mér í huga sem einskonar ímynd veraldar sem var. Einskonar „Fyrr var oft í koti kátt“. Franz lærði sagnfræði í Leipzig og tók síðan próf í uppeldis- og kennslu- fræðum við Háskóla Islands. Hann var kennari að aðalstarfi frá námslokum til ársins 2000 en vann einnig sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna og fékkst þar að auki við ýmiskonar ritstörf. Má þar nefna sögu Vélskólans: Vélstjóramenntun á Islandi ipij-ippo; Vélfrœðinga- og vélstjóratal í 5 bindum sem hann ritstýrði ásamt Þorsteini Jónssyni ættfræðingi, og ritið Grasaœttin, en sjálfur var hann af þeirri frægu ætt, afkomandi Þórunnar grasakonu. Einnig vann hann ásamt fleirum að gerð þýsk-íslenskrar orðabókar fyrir Islenska málstöð. Areiðanlega má bæta mörgu við þennan ófullkomna lista þeirra verka hans sem ég þekki minnst. Mér er hinsvegar efst í huga, þegar ég minnist Franz Gíslasonar, þýðinga-starf hans og þá sérstaklega „brúarsmíðin" sem hann kallar svo í grein annarsstaðar í þessu hefti. Hann var vandvirkur þýðandi og þegar þeir lögðu saman vinirnir Franz og Wolfgang Schiífer og þýddu ljóð íslenskra skálda á þýsku varð útkoman mjög góð. Þeir voru hið fullkomna þýðenda- teymi, Franz með sína nákvæmni og næman skilning á frumtextanum, og Wolfgang með sitt skáldamál, sína ljóðrænu þýsku. Það er ótrúlega erfitt að þýða ljóð svo vel fari, sumir segja ómögulegt. Ég er ef til vill ekki nógu vel að mér í þýsku til að kveða upp endanlega og ómótmælanlega dóma um verk Franz og Wolfgangs, en ég hef hinsvegar persónulega reynslu af upplestrum í Þýskalandi þar sem ég las ljóðin mín á íslensku og Wolfgang las þau á þýsku. Ég skynjaði alltaf að við vorum 6 frfrá// á jföœy/óá - Tímarit i>Ýðenda nr. 10 / 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.