Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 15

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 15
A<5 pýða undirtyllur sögnum og margræðum túlkunum. Sjálf umræðan um þýðingar hefur tekið verulegum breytingum síðustu tvo áratugi. Hugtakaramminn er orð- inn nálega óþekkjanlegur frá því sem áður var. Hugtök einsog tungumál, menning, þjóð, samfélag, þjóðerni hafa orðið að víkja fyrir nýjum hugtök- um í eftirlendufræðum. Staða þýðandans er orðin miðlæg, en var áður á jaðrinum. Það sem er að baki þeim hugmyndafræðilegu umskiptum, sem við erum vitni að, er hið víðtæka fráhvarf frá frummynd samræðunnar. Með öðrum orðum: frásögnin sem varðveitir samheldni og einingu þjóða hefur rofnað um þveran hinn vestræna heim. I Kanada tekur þetta rof á sig þá mynd, að þeir sem stóðu utanvið frummynd samræðunnar hafa fundið upp sitt eigið sundurlausa umræðuform. Þar koma meðal annars við sögu innfæddir, erlend þjóðarbrot, fólk af blönduðum kynþáttum og nýir innflytjendur. í öllum þessum umbrotum og umskiptum sjáum við svo mörg tungumál koma uppúr kafinu, að spurningin um boðskipti verður miðlæg. Vestur-Islendingar eru ekki einu íbúar Kanada sem sjá menningu sína hrapa niðrí sprunguna sem skilur þá frá öðrum Kanadabúum. I ritgerð sinni „DissemiNation“ gerir Homi K. Bhabha grein fyrir flókinni innri afstöðu þessa vandamáls: „Það verður líka að vera til stétt túlka... þýðenda á dreifingu texta og fyrirlestra milli menninga“ (293). Nýtískan er ástand menningarlegs tvíveðrungs. Við getum aðeins borið kennsl á okkur sjálf að svo miklu leyti sem við getum gert okkur í hugarlund hvernig við erum. Sameiginleiki okkar er miklu fremur ímyndaður en raunverulegur. Nærvera okkar í Kanada varðar klofnun og upplausn. Bókmenntir okkar lifa í ímynduðu rými. Við höfum talað um okkur á alla mögulega vegu: sem ríkjandi stefnu [meginstraum], sem „minnihluta, útlaga, jaðarfyrirbæri, upprennandi“ (Bhabha, 300). Einsog stendur er íslenski þátturinn í Kanada kannski upprennandi; upprennandi vegna þess að yfirfærsla atorkunnar og æskufjörsins í menningu okkar yfir á ensku er afstaðin, og þeir sem heyra til samfélagi okkar starfa nú á alþjóðlegum vettvangi. Samt bera Islendingar tæplega lengur kennsl á sjálfa sig eftir þessa yfirfærslu. Við erum gagnsýrð af því sem nefnt er „ráðgátur þeirra sem lifa.“ Ráðgátur lífsins, sem talsmenn eftirlendustefnunnar tala um, eru í andstöðu við viðtekna samræðuhefð eða ritningar þjóðarinnar. Það er ljóðskáldið eða skáldsagnahöfundurinn sem tjáir þessar ráðgátur. Sjálfsörugg söguhyggja er ekki lengur á dagskrá. Það sem kallast hvöss egg í listum og bókmenntum verður glufa í vef þjóðarinnar sem gefur undirtyllunum kost á að láta til sín heyra. Þetta er stundum nefnt ‘þjóðarskuldin’ — menningarskuldin sem herraþjóðin er í við sjálfa sig. I þeim skilningi verða návist Stephans G. Stephanssonar og ljóða hans alltíeinu miðlæg. Fremuren skoða verk Stephans sem arf fortíðar, sögulegt erfðagóss, verðum við að líta á þau sem hvassa egg, aðkallandi vísbendingu um eitthvað sem orðið hefur viðskila — I DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞIN 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.