Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 60

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 60
Gauti Kristmannsson desilies imitator in artum, unde pedem proferre pudor vetet aut operis lex (Epistulae II, 2,128-135, s. 460). along the easy and open pathway, if you do not seek to render word for word as a slavish translator, and if in your copying you do not leap into the narrow well, out of which either shame or the laws of your task will keep you from stirring a step (461 & 463). (Frumtextinn og þýðingin eru úr útgáfu og þýðingu Rushtons Faircloughs á verkum Hórasar og eru blaðsíðutölin gefin upp í svigum eftir vísun í verkin.) Efni sem áður hefur verið líkt eftir má slá eign sinni á, ef þess er gætt að apa ekki eftir eins og tryggur þýðandinn. Hann er reyndar gerður þrælslundað- ur í þessari ensku þýðingu eftir Rushton Fairclough, en það lýsir kannski betur viðhorfi hins lærða þýðanda til þess sem hann er að gera sjálfur.7 Greinilegt er að Hóras skapar hér mun á aðferðum eftirlíkingar, mun sem leiðir til mismunandi skilnings. Oft er vitnað til þessara fleygu orða Hórasar um þýðingar og þá sem nánast skilgreiningar á þýðingum, en ekki mismunandi aðferða við að vinna úr efni sem fyrir er í öðrum textum. Segja má að þetta skilgreini muninn á þýðingu og eftirlíkingu. En Hóras talaði víðar um hvernig færa má sér fyrirmyndir í nyt án þes að teljast háður þeim. I fyrri hluta Bréfanna, nánar tiltekið nítjánda bréfi má sjá yfirlýsingu hans um hvernig eigna má sér þá bragarhætti sem þekktir voru í grískri ljóðlist. Það er vel þess virði að skoða hana dálítið nánar því ég tel að hún sé gott dæmi um þá aðferð sem ég hef nefnt þýðingu án frumtexta, þó að í raun megi kannski kalla þýðingu á formi. Aðalatriðið er að það er enginn tiltekinn texti þýddur, heldur er formið sem slíkt þýtt inn í markmálið um leið og þýðingarsambandinu er afneitað:8 7 fslenska nítjándu aldar þýðingin eftir Gísla Magnússon og Jón Þorkelsson fer öðruvísi með þetta: „Torvelt er að fara svo með alment efni, að það birtist sem eiginlegt verk skálds- ins, og er réttara, að þú gerir leikþáttu úr Ilíónskvæði, enn að þú komir fyrstr fram með það, er ókunnugt er og enginn hefr áðr fram flutt. Alment efni getr orðið þín eigin eign, ef þú heldr þér eigi við hinn auvirðilega sagnahring, er öllum stendr opinn og hirðir eigi um að vera svo trúr þýðandi, að orð svari orði, og hleypir þér eigi með eftirlíkingu í þá kreppu, að ófremd eða ritsmíðarlögmál banni þér að hræra þaðan fót þinn.“ (58). 8 fslenska þýðingin er vel þess virði að skoða einnig: „Ó þér eftirlíkjendr, þrællynd kvikindi, hversu oft hafið þér með ofgangi yðrum gert mér gramt í geði og hversu oft vakið kæti í brjósti mér. Eg hefi fyrstr manna fetað frjálslega um autt svæði og eigi drepið fæti mínum á annarra eign. Sá er traust ber til sjálfs sín, mun vera fremstr í hópnum og stýra honum. Eg hefi fyrstr sýnt Latlandi pareyskar hraðhendur og fylgt bragháttum og anda Archilochs, enn þó eigi efni hans og þeim orðum, er meiddu Lykambes. Og til þess að þú skreytir mig eigi fyrir þá sök með minni háttar laufgjörð, að eg hefi eigi árætt að breyta bragháttum Archilochs og bragsniði, þá segi eg þér það, að hin karlmannlega Sapfó stillir hörpu sína eftir braglið Archilochs; Alceus gerir það og, enn er þó frábrugðinn Archiloch að efni og skipun, og eigi leitar hann sér tengdaföður, er hann fái atað með eitruðum ljóðum, og eigi 58 ff'é/'i- á Æay/lú - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.