Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 75

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 75
Sagnaþulir og skrifarar bekknum hjá skrifaranum og var naumast hægt að sjá að þær hreyfðu varirnar meðan hann kinkaði örlítið kolli og skrifaði með nánast sama látleysi. Oðru sinni tók ég eftir heilli, afar stoltri og myndarlegri fjölskyldu. Hún saman- stóð af fjórum manneskjum sem sátu á tveimur bekkjum hornrétt við borð skrifarans. Faðirinn var aldraður, sterkur, fagurlega vaxinn Berbi með andlit þar sem lesa mátti reynslu og visku úr hverjum drætti. Eg reyndi að ímynda mér þann vanda í lífinu sem hann væri ekki vaxinn og gat ekki fundið neinn. Þarna var hann, vegna þess eina sem hann gat ekki annast sjálfur, við hlið hans, konan hans, ekki síður stórmannleg í fasi, yfir andlitsblæjunni voru aðeins risastór og dökkbrún augun sýnileg og á hinum bekknum sátu tvær ungar dætur einnig huldar blæjum. Öll sátu þau þráðbein og afar hátíðleg í bragði. Skrifarinn, sem var miklu minni, veitti virð- ingu þeirra viðtöku. Drættir hans gáfu til kynna afbragðs eftirtektarsemi sem var ekki síður merkjanleg en blómi og fegurð þessarar fjölskyldu. Eg virti þau fyrir mér úr lítilli fjar- lægð án þess að heyra eitt orð, án þess að taka eftir nokkurri hreyfingu. Skrifarinn hafði ekki hafið verk sitt enn. Vísast hafði hann látið segja sér um hvað málið snerist og velti nú fyrir sér hvernig best væri að rituðu orði komist. Af hópnum stafaði slík eindrægni að það var sem þau þekktust öll frá fornu fari og hefðu setið þarna í sömu stellingu frá örófi alda. Eg spurði mig alls ekki hvers vegna þau væru öll þarna samankomin, svo mjög áttu þau sam- an, og það var ekki fyrr en löngu síðar, eftir að ég var farinn af torginu, að ég fór að hugsa um það. Hvað gat það verið sem krafðist viðveru heillar fjölskyldu hjá skrifaranum? 5- grein: Líkt og frumtextinn er þýðingin farin að lúta sínum eigin lögmálum. Forsendurnar í upphafi textans, þátttakendur frásagnarinnar, myndrænt og stíllegt svið, allt komið á hreint. Lestur, skilningur og þýðing ganga nánast sjálfkrafa uns komið er að orðinu Haltung, auðskilið algjörlega skýrt í frumtextanum, en hefur ekki fundið sér farveg á íslensku sem gott er að una við. Lausnin örlítið upphafin af þeim sökum. 6. grein: Það er kannski ekki alveg samstætt að veita virðingu einhvers viðtöku, en þó vandalaust. Blómi og fegurð eiga saman án þess að endurtaka neitt nema það sem nauðsynlegt er. Hvernig best væri að rituðu orði komist er einmitt það sem þýðandinn þarf að gera jafnvel þótt höfundurinn hafi gert það á sinn hátt á frummálinu. 7. grein: Hvað er það sem krefst viðveru þessa dálks við hlið frásagnarinnar, þessarar íslensku útgáfu þýsks uppdráttar Eliasar Canettis af Röddum frá Marrakessi Sé svarið hulið er best að hylja dálkinn og lesa aftur. Friður sé með yður. Þýðing ogfylgitexti: Gauti Kristmannsson á Jýý/'/yrijá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.