Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 76
Thomas Brasch
Hólmgangan
Þegar þær sáu Marsýas klífa fjallið vissu þær
að sigurvegarinn í þessari keppni héti Apollon.
Göngulag Marsýasar var eins og göngulag
manns sem hefur tapað, áður en keppni hefst.
Uppi í miðjum hlíðum kastaði hann sér í grasið
eins og hann ætlaði að sofa, velti sér síðan af
einni hlið á aðra, spratt aftur á fætur og hélt
áfram göngu sinni upp á tindinn. Þegar hann
var kominn að síðustu klettasnösinni undir
hásléttunni sáu þær glanslaus augun og hjarð-
mannsflautuna í beltinu og voru núna vissar
um að þessi maður var sá sem þær áttu von á.
Þær hvísluðust á og fóru ekki heldur úr fylgsni
sínu er Marsýas kom upp á flötina sem valin
hafði verið til hólmgöngunnar.
Apollon sté fram úr skjóli trésins er Marsýas
var kominn á flötina.
Þú ert Marsýas, sagði Apollon.
Hjarðmaðurinn svaraði ekki.
Þú skoraðir mig á hólm. Hér er hljóðfæri
mitt.
Apollon lyfti lýrunni upp fýrir höfuð.
Það er heitt hérna uppi, sagði Marsýas
og þær gátu séð glottið á öróttu andlitinu úr
fylgsni sínu.
Eg hef heyrt að þú leikir hvern dag á flautu
þína meðan þú gætir kinda þinna, sagði Apoll-
on.
Það eru ekki mínar kindur, sagði Marsýas.
En þú leikur á hverjum degi, sagði Apollon.
A morgnana, svaraði Marsýas.
Brasch tókst að velja ljótustu
söguna í gervallri goðafræðinni.
Blóð og óhugnaður. Þjóðverjar
hafa svo lengi ráðið túlkun
klassískra bókmennta. Það gerir
þennan lesanda tortrygginn. Um
miðja 15. öld áminnti Lorenzo
Valla Germani að í fornöld hefðu
þeir valdið hruni klassískrar
menningar. Ef marka mætti
hvernig Þjóðverjar töluðu latínu
ennþá, bætti hann við, væri sú
eyðilegging enn í fúllum gangi.
Barbarar. Og hvað er fjallganga að
vilja í grískri sögu? Grikkir gengu
ekki á fjöll.
Þessi Marsýas er fúll maður fárra
orða, varla hýr og sprellandi
satýri, líkist frekar Tevtóna.
Möguleg túlkun: Norðrið gegn
Suðrinu. Marsýas gegn Apolloni.
Höfundur hefði átt að láta
Marsýas blása í lúður.
Er fegurð í ljótum sögum?
Apollon er í þessari, guð lista
og skáldskapar, sonur Seifs og
74
á .íföayúá — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006