Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 79

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 79
Hólmgangan Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Marsýas sé ekki fær um að leika á flautu. Hugsanlega leikur hann á hana þegar hann situr yfir kindum sínum, en þegar að því kemur að sýna fagfólki kunnáttuna svo það geti dæmt hana og metið, kemur í ljós að hann er ófær um það. Við vissum það um leið og við sáum hann koma upp á fjallið. Sannaðu þeim hið gagnstæða. Mig langar ekki til þess. En þú hefur básúnað um allt að þú munir verða hinum voldugu að falli. Nú hefurðu tæki- færið, sagði Apollon. Ég hef ekki lengur áhuga á því. Hvað viltu þá gera? spurði Apollon. Ekkert, sagði Marsýas. Hann dró flautuna upp úr beltinu, kastaði henni fyrir fætur Apollons, sneri sér við og gekk eftir grasinu að fjallsbrúninni. Nú fyrst sáu þær tárin í augum Apollons. Hann hélt um höfuðið og neri á sér augun. Lík- ami hans titraði. Náið í hann, stundi hann. Náið í hann, æpti hann. Marsýas var í þann mund að hefja niðurgöng- una þegar þær náðu honum. Komdu til baka. Hann grætur, sögðu þær. Ég kem ef þið sleikið á mér rassinn hver á fætur annarri, sagði hann og leysti niður um sig brækurnar. Hver á eftir annarri renndu þær tungunni yfir bólugrafið holdið. Síðan sneru þær aftur inn á grasblettinn með Marsýasi. Apollon lá enn á jörðinni með andlitið ofan í grasið. Hjarð- maðurinn gekk til hans og sparkaði af öllum kröftum í rifin á honum. Nú grenjarðu, æpti hann. Þú hélst að ég hefði ekki séð í gegnum þig. Þú hélst að Marsýas væri heimskari en nokkur skepna. Með hverju mæltu orði sparkaði Marsýas fastar í síðuna á Apolloni. Hann dansaði í kring- um grátandi manninn, stökk af einum fæti á annan. Hann lyfti höndum hátt og dansaði. eða öllu heldur strengir hennar, mansöngva. Guðinn beitir strengi hörpu sinnar hörðu, fjarlægir þá eins og andófsmenn, en honum tekst þó ekki að koma í veg fyrir að nýju strengirnir taki líka þátt í andófinu. Togstreitan sem Brasch framkallar í söng Apollons er þekkt í annarri mynd í ástarelegíum Rómverja. Propertíus og Óvíð Iáta Apollon stundum í upphafi kvæðis heimta söguljóð um hetjur og karlmennsku, en þá færist skáldið undan (1. excusatió) og segist ófært um að kveða annað en mansöngva. Fræðimenn benda á að þessi átök endurspegli ef til vill raunverulegan þrýsting frá valdhöfum, sem vildu að skáldin lofuðu þá - ortu dróttkvætt, ef svo má segja. Að þessum vandamálum Apollons hlær Marsýas, sem nú er sjálfiir farinn að líkjast andófsmanni. Hann veit sem er að úrslit keppninnar eru ákveðin fyrirfram. Die Musen, Músurnar, Menntagyðjurnar, eða Sönggyðjurnar, sem svo eru ýmist kallaðar, eru hér í hlutverkum dómara. í grísku sögunni spila Marsýas og Apollon báðir og það er góður smekkur dómaranna, sem tryggir Apolloni sigur. Hér neitar Marsýas þrjóskulega að syngja, neitar jafnvel að tala, eins og verið sé að yfirheyra hann. Hann líkist manni sem hefúr á — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.