Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 92

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 92
Sigurður A. Magnússon Safnrit á safnrit ofan Hér er rétt að taka fram, að fimm árum áðuren Ihe Postwar Poetry oflceland leit dagsins ljós, höfðu tvö bókmenntatímarit falið mér að ritstýra sérstök- um Islandsheftum með ljóðum sem ég hafði þýtt í Iowa. Annað þeirra var Modern Poetry in Translation (No. 30 1977), gefið út í Lundúnum, ritstjóri Daniel Weissbort. Þar birtust 57 ljóð eftir 11 skáld. Hitt var Micromegas (Vol. VII, N0.1977), gefið út í Amherst, Massachusetts, ritstjóri Frederic Will. Þar birtust 19 ljóð eftir 9 skáld. Þriðja rit tengt Iowa-þýðingunum var Icelandic Writing Today (1982), sem ég gaf út með fjárstyrk frá Menntamálaráðuneytinu í tilefni af menningarkynningunni Scandinavia Today í Bandaríkjunum. Þar birtust 94 ljóð eftir 22 skáld og 11 sögur eftir jafnmarga höfunda. Sambýliskona mín, Kristjana Gunnars, þýddi sumt af efninu, bæði ljóð og smásögur, en flestar ljóðaþýðingar voru frá minni hendi. Aðrir þýðendur ljóða eða sagna voru Bernard Scudder, John O’Kane, Kirsten Wolf, J. Meldon D’Arcy, Terry G. Lacy, Sverrir Hólmarsson og Molly Kennedy. Aukþess birtust þrjú viðtöl sem dr. Evelyn S. Firchow skráði. Ritið var 68 blaðsíður í stóru broti og gefið út í allstóru upplagi, sem dreift var bæði vestanhafs og víða um heim. Það var prýtt ljósmyndum af höfundum auk grafíkmynda eftir fimm kunna listamenn. Danska ljóðskáldið Poul Borum, sem sótti kynninguna vestra, tjáði mér að Islendingar hefðu skotið öðrum Norðurlandaþjóðum ref fyrir rass með Icelandic Writing Today. Enn má nefna tvítyngt safnrit sem sótti á sömu mið, Treasures of Icelandic Verse, gefið út í Reykjavík 1996 undir ritstjórn Arna Sigurjóns- sonar. Af 61 þýðingu í þeirri fallegu bók voru 25 frá minni hendi. Þess má kannski geta hér að gríðarstórt safnrit, Ihe International Portland Review 1980 (504 bls.) birti 169 ljóð frá 57 löndum á frummál- um og í enskri þýðingu. Þar birtust sex ljóð í mínum búningi (aðeins Bandaríkjamenn, Danir, Finnar, Grikkir, Júgóslavar og Svíar áttu fleiri ljóð, en jafnmörg áttu Israelar og Portúgalar). Ritstjóri bókarinnar, Cindy Ragland, staðhæfði í bréfi til mín að íslensku ljóðin væru meðal þeirra bestu sem borist hefðu. Það heyrir undir kynningu á íslenskum bókmenntum að mér var falið að semja inngang að Icelandic Short Stories sem kom út í þýðingu Evelyn Scherabon Firchow árið 1974 á vegum The American-Scandinavian Foundation & Twayne Publishers í New York og var endurútgefin af Iceland Review árið 1982 undir heitinu A Ray ofSunshine and other selected short stories from Iceland. Þar birtust 25 smásögur eftir höfunda frá Þorgilsi Gjallanda til Guðbergs Bergssonar. Sömuleiðis var ég fenginn til að semja inngang að Modern Nordic 90 á Jffiaeyr/áá. — Tímarit þýðenda nr 10 / 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.