Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 100

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 100
Ricardo Herren komið sögu beðið eftir mönnunum í þrjá mánuði. Allan þann tíma hafði mönnum Vascuna, og nú Portillos, ekki tekist að finna réttu leiðina. An þess að Alfinger vissi gengu sendimennirnir endalaust í hringi og náðu ekki áttum í því völundarhúsi laufþykknis sem þeir voru í, landsvæði sem hvítir menn þekktu betur af hugarflugi sínu en reynslu. Nú var Vascuna enginn nýgræðingur í Indíalöndum en hann hugðist stytta sér leið, sá fyrir sér skeikulan uppdrátt af svæðinu og týndist að lokum í frumskóginum. Þar að auki skorti þá innfædda burðarmenn sem varð til þess að her- mennirnir þurftu sjálfir að bera vopn sín og búnað ásamt sekkjunum með fjársjóðnum. Ferðin var farin að taka á sig mynd dæmisögu um græðgi — gullið var nú ekki aðeins einskisvert heldur orðið beinlínis þjakandi. Einhverjum mannanna hugkvæmdist að losa sig við byrðina og sættust allir fljótlega á það. Þegar þeir höfðu sannfært fyrirliðann gengu þeir óðara til verks og grófu fjársjóðinn undir gríðarstóru silkitrefjatré. Eftir svo margra vikna raunir urðu öll erindi að víkja fyrir þeirri nauð að komast af og finna útgönguleið. Nú, eftir að mennirnir yfirgáfú Vascuna, gengu þeir þrjá daga í leit að ársprænu sem þeir höfðu farið yfir mörgum vikum áður, því þeir gerðu ráð fyrir að öll vötn rynnu í önnur og þau áfram til sjávar. Arsprænuna fundu þeir en þar voru líka átján kanóar fullskipaðir indíán- um. Mennirnir voru svo aðframkomnir að innfæddir hefðu getað gert út af við þá samstundis, hefðu þeir aðeins kært sig um. En til allrar hamingju voru þeir vinveittir og sem tálcn um hug sinn afhentu þeir Spánverjum boga sína, örvar og spjót* * * * * * * 8 og gáfu þeim matföng þau sem þeir höfðu meðferðis. Spánverjarnir söddu nú sárasta hungrið en græðginni eftir sveltið varð ekki auðsvalað. Með handapati sögðu þeir indíánunum að fara eftir vistum. Féllust þeir á það. Þeir skildu eftir sjö af mönnum sínum til marks um vel- vilja sinn og hétu því að koma morguninn eftir klyfjaðir matvælum. Sama kvöld ræddu Spánverjar um það í búðunum hvort indíánar hefðu gott eða illt í hyggju. Sumir þeirra, sem voru orðnir móðursjúkir, töldu og framdi grimmileg ódæði á indíánum. Einn spænskur þjónn hans, Francisco de Castillo, varð frægur af sverðfimi sinni. Þeir lögðu í vana sinn að flytja indíána, sem þeir fönguðu og hnepptu í þrældóm, hlekkjaða á höndum og hálsi. Þegar einhver þeirra féll niður af þreytu, hungri eða sjúkdómi þótd Castillo ekki ómaksins vert að nema staðar, heldur hjó hann höfuðið af tilteknum indíána af baki reiðskjótans svo ekki þyrfti að tefja för hópsins. Alfinger leyfði slík illvirki en eftir frásögn margs skrásetjarans að dæma var hann ekki heill á geðsmunum. Satt að segja voru ekki margir þar um slóðir sem gætu tekið við vottorði um góða geðheilsu. 8 Þannig segir Gonzalo Fernández de Oviedo frá. Pedro de Aguado (Historia de Venezuela) telur að fjórir hermenn hafi orðið viðskila við uppistöðu flokksins og upplifað þennan atburð. 98 ffis/, á ./Ir/ydjá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.