Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 100
Ricardo Herren
komið sögu beðið eftir mönnunum í þrjá mánuði. Allan þann tíma hafði
mönnum Vascuna, og nú Portillos, ekki tekist að finna réttu leiðina.
An þess að Alfinger vissi gengu sendimennirnir endalaust í hringi og
náðu ekki áttum í því völundarhúsi laufþykknis sem þeir voru í, landsvæði
sem hvítir menn þekktu betur af hugarflugi sínu en reynslu. Nú var Vascuna
enginn nýgræðingur í Indíalöndum en hann hugðist stytta sér leið, sá fyrir
sér skeikulan uppdrátt af svæðinu og týndist að lokum í frumskóginum.
Þar að auki skorti þá innfædda burðarmenn sem varð til þess að her-
mennirnir þurftu sjálfir að bera vopn sín og búnað ásamt sekkjunum með
fjársjóðnum. Ferðin var farin að taka á sig mynd dæmisögu um græðgi
— gullið var nú ekki aðeins einskisvert heldur orðið beinlínis þjakandi.
Einhverjum mannanna hugkvæmdist að losa sig við byrðina og sættust
allir fljótlega á það. Þegar þeir höfðu sannfært fyrirliðann gengu þeir óðara
til verks og grófu fjársjóðinn undir gríðarstóru silkitrefjatré. Eftir svo margra
vikna raunir urðu öll erindi að víkja fyrir þeirri nauð að komast af og finna
útgönguleið.
Nú, eftir að mennirnir yfirgáfú Vascuna, gengu þeir þrjá daga í leit að
ársprænu sem þeir höfðu farið yfir mörgum vikum áður, því þeir gerðu ráð
fyrir að öll vötn rynnu í önnur og þau áfram til sjávar.
Arsprænuna fundu þeir en þar voru líka átján kanóar fullskipaðir indíán-
um. Mennirnir voru svo aðframkomnir að innfæddir hefðu getað gert út
af við þá samstundis, hefðu þeir aðeins kært sig um. En til allrar hamingju
voru þeir vinveittir og sem tálcn um hug sinn afhentu þeir Spánverjum boga
sína, örvar og spjót* * * * * * * 8 og gáfu þeim matföng þau sem þeir höfðu meðferðis.
Spánverjarnir söddu nú sárasta hungrið en græðginni eftir sveltið varð
ekki auðsvalað. Með handapati sögðu þeir indíánunum að fara eftir vistum.
Féllust þeir á það. Þeir skildu eftir sjö af mönnum sínum til marks um vel-
vilja sinn og hétu því að koma morguninn eftir klyfjaðir matvælum.
Sama kvöld ræddu Spánverjar um það í búðunum hvort indíánar hefðu
gott eða illt í hyggju. Sumir þeirra, sem voru orðnir móðursjúkir, töldu
og framdi grimmileg ódæði á indíánum. Einn spænskur þjónn hans, Francisco de Castillo,
varð frægur af sverðfimi sinni. Þeir lögðu í vana sinn að flytja indíána, sem þeir fönguðu
og hnepptu í þrældóm, hlekkjaða á höndum og hálsi. Þegar einhver þeirra féll niður af
þreytu, hungri eða sjúkdómi þótd Castillo ekki ómaksins vert að nema staðar, heldur hjó
hann höfuðið af tilteknum indíána af baki reiðskjótans svo ekki þyrfti að tefja för hópsins.
Alfinger leyfði slík illvirki en eftir frásögn margs skrásetjarans að dæma var hann ekki heill
á geðsmunum. Satt að segja voru ekki margir þar um slóðir sem gætu tekið við vottorði um
góða geðheilsu.
8 Þannig segir Gonzalo Fernández de Oviedo frá. Pedro de Aguado (Historia de Venezuela)
telur að fjórir hermenn hafi orðið viðskila við uppistöðu flokksins og upplifað þennan
atburð.
98
ffis/, á ./Ir/ydjá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006