Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 5

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 5
Ritnefnd hefur orðið Jón d Bægisd kemur nú út í tólfta sinn og er heftið að þessu sinni mjög fjöl- breytt. Uppistaðan að greinum þess koma af málþingi um þýðingar sem haldið var í Gerðubergi í janúar sl. undir yfirskriftinni frá Kölska til kyn- lífs og fluttu þar Astráður Eysteinsson, Berglind Guðmundsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Kendra Jean Willson fyrirlestra í tengslum við ritþing Gerðubergs um Ingibjörgu Haraldsdóttur sem haldið var undir yfirskriftinni Sólin hefur ekki enn sungið sitt síðasta. Málþingið var vel sótt og fluttu þau afar athyglisverða fyrirlestra sem útvarpað var síðar um veturinn. Þeir birtast hér á prentuðu formi með einni undantekningu, en Astráður Eysteinsson lét okkur hafa aðra grein í staðinn fyrir sinn sem birtist á öðrum vettvangi. Grein Astráðs fjallar um afar forvitnilegt efni fyrir þýðendur og bók- menntafræðinga, en það er staða þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar á skáld- sögunni Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson eftir að höfundurinn þýddi verkið sjálfur og nýtti sér þýðingu Magnúsar óspart við það. Ingibjörg þallar um Ijóðaþýðingar sínar í grein sem hún kallar „Að þýða upphátt“, Berglind rýnir í tvær þýðingar á Elskhuga lafði Chatterley og sýnir hvernig þær endurspegla tíðaranda svo ekki sé meira sagt og Kendra fer yfir íslenskar bragreglur og ljóðaþýðingar í ljósi ýmissa skoðanaskipta sem um þau mál hafa verið. Kvæðaþýðingar eru einnig viðfangsefni greinar eftir Eystein Þorvalds- son, en þar skoðar hann ljóðaþýðingar Vestur-Islendinga og einnig eru birtar í heftinu þýðingar á ljóðum og sögum að venju, bæði eftir klassíska höfunda á borð við Lorca í þýðingu Baldurs Oskarssonar, en hann þýddi einnig stutta sögu eða ævintýri frá Dóminíska lýðveldinu. Ljóð Pauls Muldoons frá Norður-írlandi hafa ekki oft verið þýdd áður, en hér eru tvö í þýðingu Kára Páls Óskarssonar og svo fáum við einnig þýðingu Níels Rúnars Gíslasonar á sérstæðum texta eftir Búlgakov. Loks er einnig þýð- ing eftir Franz Gíslason heitinn á ljóði eftir Alexander Blok svo ekki vantar Rússana í Jón að þessu sinni. JfJd/i. á JBay/.já - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.