Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 5
Ritnefnd hefur orðið
Jón d Bægisd kemur nú út í tólfta sinn og er heftið að þessu sinni mjög fjöl-
breytt. Uppistaðan að greinum þess koma af málþingi um þýðingar sem
haldið var í Gerðubergi í janúar sl. undir yfirskriftinni frá Kölska til kyn-
lífs og fluttu þar Astráður Eysteinsson, Berglind Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Haraldsdóttir og Kendra Jean Willson fyrirlestra í tengslum við ritþing
Gerðubergs um Ingibjörgu Haraldsdóttur sem haldið var undir yfirskriftinni
Sólin hefur ekki enn sungið sitt síðasta. Málþingið var vel sótt og fluttu þau
afar athyglisverða fyrirlestra sem útvarpað var síðar um veturinn. Þeir birtast
hér á prentuðu formi með einni undantekningu, en Astráður Eysteinsson lét
okkur hafa aðra grein í staðinn fyrir sinn sem birtist á öðrum vettvangi.
Grein Astráðs fjallar um afar forvitnilegt efni fyrir þýðendur og bók-
menntafræðinga, en það er staða þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar á skáld-
sögunni Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson eftir að höfundurinn þýddi
verkið sjálfur og nýtti sér þýðingu Magnúsar óspart við það.
Ingibjörg þallar um Ijóðaþýðingar sínar í grein sem hún kallar „Að
þýða upphátt“, Berglind rýnir í tvær þýðingar á Elskhuga lafði Chatterley og
sýnir hvernig þær endurspegla tíðaranda svo ekki sé meira sagt og Kendra
fer yfir íslenskar bragreglur og ljóðaþýðingar í ljósi ýmissa skoðanaskipta
sem um þau mál hafa verið.
Kvæðaþýðingar eru einnig viðfangsefni greinar eftir Eystein Þorvalds-
son, en þar skoðar hann ljóðaþýðingar Vestur-Islendinga og einnig eru
birtar í heftinu þýðingar á ljóðum og sögum að venju, bæði eftir klassíska
höfunda á borð við Lorca í þýðingu Baldurs Oskarssonar, en hann þýddi
einnig stutta sögu eða ævintýri frá Dóminíska lýðveldinu. Ljóð Pauls
Muldoons frá Norður-írlandi hafa ekki oft verið þýdd áður, en hér eru tvö
í þýðingu Kára Páls Óskarssonar og svo fáum við einnig þýðingu Níels
Rúnars Gíslasonar á sérstæðum texta eftir Búlgakov. Loks er einnig þýð-
ing eftir Franz Gíslason heitinn á ljóði eftir Alexander Blok svo ekki vantar
Rússana í Jón að þessu sinni.
JfJd/i. á JBay/.já - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
3