Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 8
Ingibjörg Haraldsdóttir
Að þýða upphátt
Ég hef ákveðið að tala hér á sundurlausan og ófræðilegan hátt um hluta
af þýðingastarfi mínu, þann hluta þess sem minnst hefur verið þallað um.
Sleppa skáldsögunum en beina athyglinni að ljóða- og leikritaþýðing-
um, aðallega úr rússnesku. Af ljóðskáldum og leikritahöfundum sem ég
hef fengist við að þýða af því máli nefni ég hér Marínu Tsvetajevu, Onnu
Akhmatovu og Anton Tsjekhov. Eina ljóðskáldið sem ég hef þýtt heila bók
eftir er hinsvegar Svíinn Tomas Tranströmer, og mun ég einnig minnast á
hann hér á eftir.
Fyrstu ljóðin sem ég þýddi voru reyndar ort á spænsku. Ef ég man rétt voru
þau eftir kúbanska skáldið Nicolás Guillén, enda bjó ég þá á Kúbu og hafði
kynnst verkum hans og meira að segja hitt hann í eigin persónu, en Nicolás
Guillén var þjóðskáld Kúbu eða Poeta Nacional einsog það var kallað.
Þýðingar mínar á Ijóðum hans og fleiri skálda frá Rómönsku Ameríku birt-
ust flestar í ljóðabókinni Orðspor daganna 1983. Aður hafði ég gert nokkrar
tilraunir til að þýða ljóð úr rússnesku, en ekki gengið það nógu vel, og gef-
ist upp. Rússnesku ljóðin voru alltof föst í forminu, fannst mér, erfitt að
rífa þau laus og gera þau skiljanleg á íslensku. I Rómönsku Ameríku voru
skáldin eða öllu heldur ljóðformin frjálsari og opnari, að minnsta kosti hjá
þeim skáldum sem ég fékkst við að þýða.
Seinna sneri ég mér aftur að rússnesku skáldunum, en langur tími leið
þartil ég var orðin nógu forhert til að birta ljóðaþýðingu úr rússnesku. Þar
var um að ræða nafnlaust ljóð eftir Marínu Tsvetajevu, ort 1915 og hefst á
þessu erindi:
Til helvítis förum við, blóðheitu systur
og heljartjöruna bergjum —
við sem sungum drottni dýrð
svo dundi í æðum!
6
ffi/i á . Jdayöiá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008