Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 10

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 10
Ingibjörg Haraldsdóttir var fædd sama ár og amma mín, dóttir hennar dó úr hungri á barnaheimili, eiginmaður hennar var pyntaður og drepinn í fangelsi Stalíns og sjálf hengdi hún sig ári áður en ég fæddist. Samt fannst mér hún vera að yrkja til mín. Og þegar betur var að gáð áttum við auðvitað heilmargt sameiginlegt, að breyttu breytanda. Tilheyrðum allavega sama kyni, gegndum þessum sömu hlutverkum: dóttir, ástkona, eiginkona, móðir osfrv. Ljóðin hennar höfð- uðu til mín á einhvern hátt sem ég vissi ekki áður að væri mögulegur. Þau voru stundum ægifögur, stundum nöpur eða illskiljanleg en alltaf sterk og gegnsýrð af einhverri tilfinningu sem var svo sár og nærgöngul að hún hitti mig beint í hjartastað. Eg hefði aldrei getað ort þessi Ijóð sjálf, og þessvegna varð ég að reyna að þýða þau. Alveg burtséð frá því hvað öðrum kynni að finnast um þau í þýðingu minni. Þetta snerist ekki um lesendur og þaðan af síður um salt í grautinn, þetta var bara á milli mín og Marínu. Ég orti m.a.s. langt ljóð til hennar og birti í sömu bók, Höfði konunnar. Um Önnu Akhmatovu gegndi dálítið öðru máli. Ahugi minn á henni var ögn fræðilegri, býst ég við, eða bara jarðbundnari. Nokkrir stuttir kaflar úr Sálumessunni hennar höfðu verið þýddir áður á íslensku en mér fannst að ljóðabálkurinn þyrfti að vera til í heilu lagi. Þetta er verk sem seg- ir mikla og skelfilega sögu af hörmungum Stalíntímans. Nú er auðvitað til heilmikið af skáldverkum sem segja þá sögu, en ég hef ekki lesið neitt sem tekur Sálumessu fram. Anna þekkti yrkisefni sitt vel því að sjálf sætti hún grimmilegum ofsóknum um langt árabil: niðurlægjandi húsrannsóknum, útgáfubanni og lygaóhróðri í dagblöðum, svo eitthvað sé nefnt. í Sálumessu er fjöldi trúarlegra tilvitnana og einsog nafnið bendir til er sjálft formið byggt á sálumessu í kristnum sið. Þar segir Anna sína eigin sögu en einnig annarra og hún tileinkar kvæðið þeim fjölda kvenna sem einsog hún sjálf stóðu við fangelsismúrana í löngum röðum og biðu frétta af sonum sínum og eiginmönnum, eða einsog segir í eftirmála Sálumessu: „Ég bið ekki aðeins fyrir sjálfri mér, ég bið fyrir öllum þeim er stóðu hjá mér í fimbulkulda jafnt sem júlísvækju undir múrnum háa, rauða, blinda“. Meðan ég var að þýða Sálumessu vildi svo til að mér var færð að gjöf hljóm- plata með upplestri Önnu Akhmatovu á Sálumessu. Ég setti plötuna á fón- inn og hlustaði á upptökuna sem var gerð í maí 1965, þegar Anna var 76 ára, tæpu ári áður en hún andaðist, en platan var ekki gefin út fyrr en 23 árum eftir lát hennar, eða 1989. Þá var loks búið að aflétta banni á birt- ingu Sálumessu í Sovétríkjunum. Sem betur fer hafði ástandið í heimalandi Önnu þó skánað nógu mikið áður en hún dó (1966) til að hún gæti ferðast 8 á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.