Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 14
Berglind Guðmundsdóttir
Þýðingar Kristmanns Guðmundssonar
og Jóns Thoroddsens
á Lady Chatterleys Lover
Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu, um það snýst málið
Lady Chatterleys Lover eða Elskhugi lafði Chatterley eftir D.H. Lawrence kom
út árið 1928. Lawrence endurskrifaði skáldsöguna nokkrum sinnum áður en
hann var loks ánægður með afraksturinn. Fyrsta fullbúna útgáfan var First
Lady Chatterley sem var reyndar gefin út löngu eftir dauða Lawrence. Sú bók
var einföld ástarsaga þar sem áhersla var lögð á persónusköpun og náttúru-
lýsingar. Lawrence þótti hún of léttvæg, breytti henni, bætti við heimspeki-
legum og pólitískum hugsunum sínum og, eins og frægt er orðið, ástarsen-
um sem samtíðarmenn hans sögðu vera argasta dónaskap. Hann setti sem
sagt kjöt á beinin og gerði Elskhuga lafði Chatterley að því bókmenntaverki
sem hún er. Bókin var strax umdeild, enda þótti hún mjög opinská hvað við-
kemur kynlífi, og dæmdu margir hana sem hið versta klám. Var hún bönnuð
í Bretlandi og Bandaríkjunum fram á sjötta áratug síðustu aldar.
Það olli því ákveðinni hneykslan þegar Kristmann Guðmundsson
ákvað að þýða söguna á íslensku á stríðsárunum. Þegar hún kom út árið
1943, kom því ekki á óvart að hún væri bönnuð lesendum innan 18 ára
aldurs, ekki seld í bókaverslunum og að ekki mátti auglýsa hana né sýna í
gluggum bókabúða. Var hún prentuð á bláan pappír og varð þekkt undir
heitinu „Bláa bókin“. Aður hafði Kristmann skrifað margar vinsælar róm-
antískar skáldsögur og var kallaður „D.H. Lawrence norðursins". Hann
hafði getið sér gott orð sem rithöfundur í Noregi og bækur hans verið
þýddar á yfir 30 tungumál fyrir seinni heimsstyrjöld. Honum var þó ekki
vel tekið þegar hann fluttist til íslands seint á fjórða áratugnum og varð í
raun þekktari fyrir líferni sitt en skáldskap.
12
d . jSc/y/isá - Tímarit um þýðingar nr 12 / 2008