Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 27

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 27
Magtiús Ásgeirsson ogAðventa 1940 vafalítið skaðað hann. Þegar Gunnar flyst heim til Islands aftur árið 1939 er frægðarsól Halldórs Laxness tekin að rísa ört og hann gerist mjög rúmfrekur á athygli í hinum litla íslenska bókmenntaheimi. Þetta hefur vafalaust haft áhrif á „stöðu“ Gunnars. Heim kominn nær Gunnar sér ekki vel á skrið sem höfundur á íslensku. Ymislegt verður honum mótdrægt og jafnframt því sem hann hverfur úr miðju dansks bókmenntalífs er Ijóst að honum þótti snemma sjálfum sem hann byggi við óeðlilega þögn á Islandi. I eftirmála sem hann skrifar við sögusafnið Fjandvini árið 1954 víkur hann að því að Tíminn einn dagblaða hafði talið skáldsöguna Sálumessu (1952) umtalsverða. „Tillitssemi af því tagi er á sína vísu lofsverð og hefur höf- undur ekkert út á þögnina að setja. Hún er honum töm. Þakkar hann því mjög vel hvorum tveggja, þeim, er ánægju höfðu af lestrinum og létu hana í ljósi, en hinum eigi síður, er báru harm sinn í hljóði.“10 Miklu beiskari getur kaldhæðni vart orðið. Síðast en ekki síst hefur það vafalaust háð Gunnari að á Islandi var hann þýddur höfundur. Þá skiptir ekki öllu máli að öndvegispennar höfðu flutt verk hans á íslensku, því verkin verða samt fyrir því neikvæða viðhorfi til þýðinga sem drepið var á hér framar í þessari grein; þau eru beinlínis í „veikri“ stöðu í bókmenntakerfinu. Að einhverju leyti hefur Gunnar sjálf- ur deilt þessu viðhorfi. Hann sagði til dæmis í viðtali árið 1970 að þýðingar Halldórs Laxness á verkum hans væru ágætar en að þær væru þýðingar, ekki frumsamin verk.11 Viðtalið er tekið í tilefni þess að Gunnar er farinn að snúa eigin verkum á íslensku og lítur á þessa nýju texta sína sem ein- hverskonar frumverk; honum er í mun að þessi verk séu til í hans eigin gerð á íslensku. Vandinn kjarnast hins vegar í heitinu sem blaðamaðurinn ljær viðtalinu: „Gunnar Gunnarsson þýðir verk sín á íslenzku.“ Hvar eru mörk frumtexta og þýðingar í slíkum tilvikum? Til eru ýmis dæmi þess að höfundar birti verk í eigin gerð á tveimur tungumálum og á þetta við um nokkra heimsþekkta höfunda, til dæmis Samuel Beckett, Karen Blixen (Isak Dinesen) og Vladimir Nabokov. En hvenær er hægt að segja að menn semji verk á tveimur málum, í þeim skilningi frumsamningar sem alla jafna er lagður í orðið? Þegar fjallað er um tvær gerðir höfundar af sama verki er sú gerð sem síðar kemur fram gjarnan kölluð „sjálfsþýðing" („auto-translation“ eða „self-translation“ á ensku) og iðulega liggur skýrt fyrir að hún hafi orðið til á eftir hinni. Það þýðir þó ekki að hægt sé að bera þær saman á sömu forsendum og frumverk höfundar og þýðingu annars manns. I sjálfsþýðingunni hefur höfundur að 10 Gunnar Gunnarsson: „Vinafagnaður", Fjandvinir. Sögusafn, Reykjavík: Útgáfufélagið Landnáma 1954, s. 245-248, hér s. 245. n „Gunnar Gunnarsson þýðir verk sín á íslenzku." Viðtal í Tímanum 27. febrúar 1970. 25 á Tffiagráá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.