Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 35
Magnús Asgeirsson ogASventa
tiltölulega einföldu sögu um vinnumanninn Benedikt sem heldur í sína
tuttugustuogsjöundu aðventuferð að hafa uppi á kindum sem hvorki hafa
fundist við leitir né eftirleitir. Þessi eftir-eftirleit um vetrarríki fjallanna er í
senn ástríða hans og „þjónusta“ og í hana fer hann einsamall — og þó ekki,
því hundurinn Leó og hrúturinn Eitill eru með í för og sannarlega fullgildir
förunautar. Hægt er lesa nóvelluna á staðbundinn og „þjóðlegan" hátt og
það hafa Islendingar vafalaust oft gert, með hliðsjón af náttúru landsins og
sögu sveitasamfélagsins (auk þess sem margir vita að persóna Benedikts átti
sér raunverulega fyrirmynd), en staðsetning verksins vísar þó jafnframt út
fyrir svið sitt og býður upp á víðtækari skilning og óháðan landamærum.
Og það er þarna sem snilld þessarar nóvellu býr; hún býður lesanda að skilja
sig sem táknsögu en jafnskjótt ögrar hún þó öllum einhlítum allegórískum
skilningi eða samfelldri táknlegri útleggingu. Hún varðveitir einfaldleika
sinn allt til enda en umbreytir honum jafnframt í leit lesandans í marg-
víslegu snjókófi. Þótt lesandi fylgi Benedikt og förunautum hans jafnt á
mannafundi sem út í mannlausar óbyggðir og veðravíti, þá er ljóst að ferðin
er líka farin um hugarlendur Benedikts og þar er sitthvað hulið. Þannig
fetar þessi saga einhvern furðulegan og mikilvægan stíg á mörkum náttúru
og menningar, samfélags og einstaklings, umheims og innra lífs.
VII
Þegar hátíð fer í hönd, búa menn sig
undir hana, hver á sína vísu. Slíkt
er hægt að gera með mörgu móti.
Benedikt gerði það líka á sinn hátt.
Hann var sá, að í byrjun jólafostu, helzt
á sjálfan aðventusunnudag, ef veður
leyfði, bjóst hann að heiman með ríf-
legt nesti, sokkaplögg til skipta, mörg
pör af nýgerðum leðurskóm, prímus
í malnum sínum, olíubrúsa og glas af
vínanda, á leið upp á fjöll og firnindi,
þar sem ekki var annað kvikt á ferli um
það leyti árs en harðfengir ránfuglar,
sem hafast þar við allan veturinn, refir
og einstöku eftirlegukindur [...]
Þegar hátíð fer í hönd búa menn sig
undir hana hver á sína vísu. Það getur
gerzt á margan máta. Benedikt hafði
sinn hátt á því sem öðru. Hann var
sá, að í byrjun jólaföstu, helzt á sjálfan
aðventusunnudag ef veður leyfði, lagði
hann upp með ríflegt nesti, sokka-
plögg til skiptanna, tvenna eða þrenna
nýgerða leðurskó, prímus, olíubrúsa og
glas af vínanda í mal sínum, ferðinni
heitið á fjarlægar fjallaslóðir þar sem
um þetta leyti árs var ekki annað kvikt
á ferli en harðgerðir ránfúglar, refir og
einstöku eftirlegukindur [...]
Hvað héldi maður um skyldleika þessara tveggja texta ef maður þekkti þá
ekki fyrir og rækist á þá ómerkta? Ég hygg að flestir teldu að um væri að
ræða tvö afbrigði af sama texta eftir höfund sem gert hefði fremur smávægi-
legar breytingar. Ef textinn vinstra megin væri nýrri hefði höfundur ákveðið
á Jffiœýtóá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
33