Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 50

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 50
Eysteinn Þorvaldsson víðfrægir bálkar úr heimsbókmenntum: „Rubáiyát" eftir Omar Kháyyám og „Fanginn í Reading" (The Ballad of Reading Gaol) eftir Oscar Wilde. Fleiri hafa þýtt Rúbæjat og Magnús Asgeirsson þýddi bæði þessi kvæði. I Flísum (1964) eru þýðingar á 11 kvæðum eftir jafnmörg erlend skáld. Oll kvæðin þýðir Páll í hefðbundið íslenskt form með ljóðstöfum. Vesturíslensku skáldin höfðu mætur á kvæðum Heinrichs Heine eins og íslensk skáld önnur á öndverðri tuttugustu öld. Mörg vesturíslensku skáldanna þýddu kvæði eftir hann. Þýðingar á ensku Athyglisverðar eru þýðingar Vestur-Islendinga á enska tungu. Þeir mega heita frumkvöðlar í þeirri viðleitni að kynna íslenskan samtíðarkveðskap með enskum þýðingum. Það leiðir af líkum að í þeirra hópi vex upp skáld- mælt fólk sem hefur tök á báðum málunum. Þeim rennur líka blóðið til skyldunnar, þeir telja sig hafa hlutverki að gegna á þessum vettvangi. I grein sem Rögnvaldur Pétursson skrifaði 1918 stendur ma. þetta:5 Það er ekki einskis vert, ef þau eiga að verða örlög vor íslendinga hér vestra, að glata móðurmáli voru, að vér þá værum búnir að flytja yfir á enska tungu það úr bókmenntum vorum, sem ágætast er og annars staðar verður ekki tekið. Ensku þýðingarnar reyndust vandasamar enda enga reynslu eða hefð við að styðjast. Helsta vandamálið voru ljóðstafirnir sem allir töldu ómissandi í íslenskum kveðskap en voru löngu horfnir úr enskri kvæðagerð. Vestur- Islendingar gerðu eigi að síður tilraunir til að setja ljóðstafi í enskar þýðing- ar og einnig í kvæði frumsamin á ensku. Fá íslensk kvæði höfðu verið þýdd á ensku á 19. öld. Eiríkur Magnússon bókavörður í Cambridge hafði þýtt svolítið af 19. aldar kvæðum en aðallega þó eldri kvæði. William A. Craigie þýddi einnig nokkur íslensk i9.-aldar kvæði. Hinar ensku þýðingar Vestur-Islendinga voru merkilegt framtak til að kynna íslenskar bókmenntir erlendis. En þeir voru ekki einir að verki. Kanadíski bókmenntamaðurinn, tungumálagarpurinn og prófessorinn Watson Kirkconnel (1895—1980) vann einnig mikilvægt starf á þessum vettvangi. Arið 1930 kom frá hans hendi bókin The North American Book of Icelandic Verse, allviðamikið rit. I því er bæði inngangur með fræðandi kynningu á íslenskri kvæðagerð frá upphafi til samtímans og einnig þýð- ingar á kvæðum allt frá Eddukvæðum til yngstu skálda. Meðal annars þýðir hann kvæði eftir tíu vesturíslensk skáld, auk Winnipeg-ritstjóranna 5 „Enskar þýðingar á íslenskum kvæðum". Heimskringla 10. október 1918. 48 á - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.