Jón á Bægisá - 01.11.2008, Blaðsíða 56
Eysteinn Þorvaldsson
Vitar á gnípum glitra,
gjósa upp norðurljósin.
Tundur þjóta af tindum
tvenn og saman brenna.
Sindrar blik af bröndum,
bogar titra og loga.
Bifröst blossum stöfuð
ber út ljós um hérað,
yfir hnjúka höfuð
hellir fleygu gulli.
Vetur á ísum úti
elda slær að kveldi,
svell á súlum fjalla
sér að kveikjum gerir
raflýst hálfan hefur
heim og blálofts geima.
Gleaming through the gloaming,
Geysers, weird, arising.
Tip the rocks with tapers,
Twos and more affusing.
Lambent rays illumine
Living bows aquiver.
Rainbows, lined with lanterns,
Light the way so brightly,
'Round the summits running
Rills of golden spillings.
Winter's hand in hundreds
Heavens the flares at even.
Icy cones, like candles,
Quicken till they flicker.
Spangles thrown asprinkle
Spray the night with daylight.
Steind er hjarni stirndu
storð að fjöruborði
Hvítt er nið og nóttin
norðurheims að sporði.
Glossy reaches glisten.
Glasslike, to the flashes
Of the firework's fury
Far beyond the Arctic.
Páll valdi sér ekki auðvelt verkefni þarna fremur en oft endranær. Tíu árum
síðar gaf hann út bók sína Odes and Echoes. I henni eru 17 kvæði frumort á
ensku, en stærsti hluti bókarinnar er þýðingar íslenskra kvæða á ensku. Hér
er um að ræða einstætt afrek í þýðingum eins manns á íslenskum kvæðum
og ekki ræðst hann á garðinn þar sem hann er lægstur. I bókinni eru þýð-
ingar á 71 íslensku kvæði eftir 31 skáld, flestar gerðar af góðri leikni. Páll
heldur formi frumtextans, þar á meðal ljóðstöfunum í langflestum kvæð-
anna. Flest þessara kvæða eru eftir Einar Benediktsson, 18 að tölu, þ. á m.:
„Messan á Mosfelli", „Thule“, „Norðurljós“ og „Einræður Starkaðar". Þarna
er líka kvæðið „Um dauðans óvissa tíma“ (Just like the Tender Flower) eftir
Hallgrím Pétursson. I bókinni er ennfremur þýðing á kvæði Bólu-Hjálmars
„Mannslát“. 1 þýðingunni nefnist það „The Call“. Allri formgerð frum-
kvæðisins er skilað í þýðingunni:
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld;
eg kem eftir, kannske í kvöld,
54
á .íEdœýsdiá — Tímarit um i-ýðingar nr. 12 / 2008