Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 64
Eysteinn Þorvaldsson
Meðal þýðinga Björns er sonnettan „In the Springthaw“ (í vorþeynum)
eftir Jón Helgason og fyrsta erindið hljóðar svo hjá þeim Jóni og Birni:
Á meðan brimið þvær hin skreipu sker
og skýjaflotar sigla yfir lönd
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
When the seasurf washes coast and pier,
and cloud-flotillas sail across the lands
the days keep asking: Wherefore are you here,
seatossed driftwood on a foreigen strand?
Einnig þýðir Björn vísurnar úr Islandsklukku Laxness. Þýðingar á vísum og
knöppum kveðskap frá ýmsum tímum kallar hann „kúvendingar“ og ýms-
um öðrum nöfnum. I þeim flokki eru m.a. margskonar íslenskir húsgangar
og vísur eftir Jón á Bægisá og Halldór Laxness og þarna er líka andlátsvísa
Þóris Jökuls úr Sturlungu:
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávar drífa
Kostaðu huginn að herða
hér skaltu lífið verða;
skafl beygjattu, skalli!
þótt skúr á þig falli;
ást hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hver deyja.
Climb upon the keel, quick,
catch a frosty surf-lick.
Chin up lad, don’t muck it.
though you kick the bucket.
Don’t bellyace or cower,
or bemoan a little shower.
Women you did cherish.
One time each shall perish.
Af framansögðu má sjá að þýðingastarf hefur verið drjúgt meðal Vestur-
Islendinga. Sú iðja var blómlegust meðan ort var á íslensku í Vesturheimi,
þ.e. frá upphafsárum landnámsins á áttunda áratug nítjándu aldar og fram-
undir lok seinni heimsstyrjaldar. Um það leyti hafði íslenskumælandi Vestur-
íslendingum mjög fælckað. Islensk tungan var að líða undir lok vestanhafs
og þar með kveðskapur á íslensku og þýðingar úr málinu urðu fátíðar. Meðal
íslenska þjóðarbrotsins í Vesturheimi voru ótrúlega margir skáldmæltir ein-
staklingar og kveðskapurinn var vinsæll meðan íslensk tunga hélt velli. Þar
áttu margir hlut að máli eins og hér hefur verið rætt um. A engan er varpað
skugga þótt bent sé sérstaldega á fjölhæfasta afreksmanninn í þessum hópi,
Pál Bjarnason. Hann var jafnvígur á íslensku og ensku, orti eigin kvæði á
báðum málunum og þýddi jöfnum höndum á íslensku og ensku.
62
á . jOay/'-já- — Tímarit um þýðingar NR. 12 / 2008