Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 68
Halldór Jakobsson
héllt sig ecki ofgódann til ad útleggja annara rit, á sitt módur-mál, og ad
hann hefir álitid þad erfidi nytsamlegra, enn ad skrifa saman nýjar bækur,
sem eckért nýtt innihéldu; margir hafa og þessvegna sóad miklu af sinni
tíd, til þess ad útleggja gódar grískar og látínskar sogu bækur, fyrir hvad
þeir hafa ordid mjog nafnkunnugir í heiminum, á medal lærdra manna.
Engvir hafa þó á þessum sídari oldum, meir astundad þad en Franskir;
þeirra ydjusemi er þad ad þacka, ad vér hofum margar gódar útleggíngar
yfir gamlar bækur, þó sumir af þeim hafi ofmikid gjort af því, svo adfinn-
íngar sé verdt.
Vaugelas hét franskur madur, sem var í 30 ár ad útleggja þann látínska
Curtium, hvar fyrir einn af hans kunm'ngjum sagdi eitt sinn brosandi til
hans „eg held fyrir víst ad franska túngumálid verdi umbreytt, ádur enn
þú ert búinn med útleggíngu þína yfir ‘Curtium’.“ Færdi hann þad heim í
Skáldmæla-bók hins gamla Martialis, þar svo stendur:
Evtrapelus ecki’ er búinn enn ad raka,
Annad skéggid aptur kémur,
Adur en hann hit í burtu nemur.
Fyrir því þarf ecki rád ad gjora hjá oss Islendíngum, því margur Skóla-
Dimissus vill án efa lofa, ad útleggja Curtium á 30 dogum, einkum ef han«
ætti til nockurs ad vinna, hætt er vid ad útleggíngin yrdi þar eptir. Þær
donsku útleggíngar, sem menn hafa af Salustio og Curtio sýnast ecki heldur
útheimta lengri tíma. Menn géta og sagt: ad hvorsu snoturlega og vel, sem
einhvor útleggíng er gjord, missi þó optast nockud, sé hún borin saman vid
adal-ritid; þad er og ómótmælanlegur sannleiki, ad útleggínga útleggínga
útleggíngar úr einu túngumáli í annad, og svo úr því í hitt og hitt, kunna
valla annad enn vera óáreidanlegar, einkum þegar sjálfs Rithofundsins
skrif er ecki til samanburdar, edur ef útleggjarinn skilur þad ecki. Margar
gamlar sogur hafa meira efni en innihalda á fáum blodum eda orkum, enn
sumar bækur, sem nú á dogum eru sumstadar samanskrifadar í þyckum
Folíontum; orsok til þess er án efa sú: ad þeir gomlu hafa kappkostad ad
uppteikna fyrir eptirkomendur sína, hin naudsynlegustu og merkilegustu
tilfelli, en nockrir vorra tíma bóka-smidir képpast vid ad skrifa þyck og stór
rit, hvar fyrir eg meina, ad sumt af því gamla fremur ýmislegu nýrra, sé vel
útleggjandi, en bóka-val til útleggínga er ecki hvors eins verk, sem vill, sé
hann barn ad aldri eda vitsku.
Eg minnist nú aptur á útleggíngarnar yfir vora íslendsku Biblíu, og ad þær,
í tilliti til adal-ritsins, sýnast sumstadar rángar, og anwarstadar meiníng-
66
á <i — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008