Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 79
Jónas og hlébarSinn - LjóSstafir og viStökur IjóSaþýSinga
rími eða reglulegri hrynjandi þegar þau fóru að yrkja fríljóð, vegna þess að
fyrir þeim „alliteration was not a limit on poetic expression, it was poetic
expression" (Carleton 1967:152). Amory (1998:225) endursegir niðurstöðu
Carletons: án ljóðstafa „Icelandic poetry would not be poetry (and not
merely unlcelandic)" (Amory 1998:225).
Venjan hefurverið sú að bæta við ljóðstöfum þegarerlendir bragarhætt-
ir eru lagaðir að íslenskri tungu (Helgi Hálfdanarson 1993). Þetta á jafnt
við um „hátíðlega“ hætti eins og hexameter (Helgi Hálfdanarson 1993) og
„gamankvæðahætti“ eins og limruna (Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2003).
Eini bragfasti hátturinn þar sem ljóðstafir virðast valfrjálsir (þótt sumir
hafi þá samt) er hækan, en það er haft eftir Helga Hálfdanarsyni, sem
mun hafa verið fyrstur til að yrkja hækur á íslensku, að þessu „smáa fiðrildi
ljóðsins“ mætti ekki íþyngja með stuðlum (Kristján Eiríksson 1997; Helgi
Hálfdanarson 1976:8). Formgerðarstuðlun sem hluti af íslenskri braghefð
virðist því ná langt út fyrir mörk „hefðbundinnar“ íslenskrar ljóðlistar.
4. Jónas á ensku
Richard Ringler, sem lengst af var prófessor í norrænum fræðum við
Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum, er þekktur fyrir bragréttar enskar
þýðingar á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Silja Aðalsteinsdóttir staðhæf-
ir: „Enginn maður hefur gert meira til að kynna Jónas fyrir heiminum en
bókmenntafræðingurinn Dick Ringler" (Silja Aðalsteinsdóttir 2007:4).
Larrington fagnar verkefninu: „For the first time in the anglophone world,
by means of Ringler’s project, justice has been done to a unique poetic
voice deserving of an international reputation“ (2003:5).
Þýðingar Ringlers voru gefnar út 2002 ásamt ítarlegum skýringum í
bókinni Bard of Iceland: Jónas Hallgrímsson, Poet and Scientist sem einnig
inniheldur 75 bls. ævisöguágrip og um 25 bls. viðauka um bragfræðileg
einkenni ljóðanna og þýðinganna. Skylt efni hafði áður birst á verald-
arvíðavefnum á vegum Wisconsinháskóla.1
Ringler lýsir markmiði sínu með þessum þýðingum sem þríþættu:
„Markmið þýðinganna í þessu safni er í þrem liðum: (1) að koma til
skila merkingarkjarna ljóða Jónasar Hallgrímssonar með sæmilegri ná-
kvæmni og eins skýrt og kostur er og um leið (2) að gefa til kynna hvað
formleg einkenni þeirra eru margbrotin og hvað tækni Jónasar er snilldar-
leg og (3) að gera þetta allt með því að nota tiltölulega einfaldan og blátt
áfram enskan ljóðrænan orðaforða og óþvingaða, eðlilega setningaskipun“
(Ringler 1998: 45).2
1 http://www.library.wisc.edu/etext/Jonas/
2 Sama texta er að finna á ensku í viðauka bókarinnar (Ringler 2002:361).
á dföa^áá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
77