Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 88
Kendra Willson
Af síðustu setningunni má skilja að Bech álíti ljóðstafi vera annað en „verse-
form“ og e.t.v. draga þá ályktun að tvítyngdu þýðendurnir hafi litið á þá
sem einkenni íslenskunnar sem ekki væri ástæða til að endurgera í þýðingu.
Þetta virðist eiga við um Jakobínu Johnson.
Um Jakobínu Johnson stendur (Bech 1930:262) að hún hafi flust frá
Islandi til Kanada með foreldrum sínum við sex ára aldur og búi í Seattle.
Fjölmargar þýðingar hennar úr íslensku hafi birst í íslensk-kanadískum og
bandarískum tímaritum og hún sé líka skáldkona sem yrki á íslensku: „She
is also a poet in her own right, and a large number of her poems in the
Icelandic have been printed in Canadian-Icelandic papers and periodicals"
(Bech 1930: 262).
A Greeting
Þýð. Jakobína Johnson (Bech 1930: 56)
I The balmy South a gentle sigh releases - x'x'x'x'x'x
2 And countless ocean billows, set in motion, x'x'x'x'x'x
3 Breathe to my native shores the South’s devotion - 'xx'x'x'x'x
4 Where strand and hillside feel the kindly breezes. x'x'x'x'x'x
5 O give them all at home my fondest greeting, X'x'x'x'x'x
6 O’er hill and dale a sacred peace and blessing. x'x'x'x'x'x
7 Ye billows, pass the fisher’s boat caressing; x'x'x'x'x'x
8 And warm each youthful cheek, ye south winds fleeting. x'x'x'x'x'x
9 Herald of springtime, thou whose instinct free 'xx'X|'x'x'
10 Pilots thy shiny wings through trackless spaces 'xx'x'x'x'x
11 To summer haunts to chant thy poems rare, x'x'x'x'(x)'
12 O greet most fondly, if you chance to see X'x'x|'x'x'
13 An angel whom our native costume graces. x'x'x'x'x'x
14 For that, dear throstle, is my sweetheart fair. x'X'x'x'x'
Líkt og Ringler breytir Johnson rímmynstrinu í ABBA CDDC eFg eFg.
Eitt dæmi er um hálfrím: „releases“ - „breezes“ 1-4.
Það er áberandi í þessari þýðingu að Johnson varðveitir slétta hrynj-
andi frumtextans betur en hinir þýðendurnir. Notkun braghvílda t.d. í 9.
og 12. línu er svipuð og hjá Jónasi. Flins vegar gerir Johnson enga tilraun til
að stuðla. Líkt og Kirkconnell fyrnir Johnson mál sitt með því að greina á
milli et. og flt. fornafna 2. p. („ye“, „thou“ en sbr. „you“ í 12. línu sem virðist
eiga við þröstinn líkt og „thou“ í 9.-11. línu).
86
á, .93(/yrÁjá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008