Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 92
Kendra Willson
Nur manchmal schiebt der Vorhang der Pupille
sich lautlos auf —. Dann geht ein Bild hinein,
geht durch der Glieder angespannte Stille —
und hört im Herzen auf zu sein.
Pardusdýrið í Jardin des Plantes, París
Þýð.: Gauti Kristmannsson
Augað er af lestri slíkra stafa,
svo lúið að það fær því ekki beitt.
Því sýnist vera þúsund staf að hafa,
á bak við þúsund stafi ekki neitt.
A mjúkum þófum sterkir fætur ganga
í hring sem nánast ekkert fyrir fer,
líkt og aflið dansins vilji fanga
þann deyfða vilja sem í miðju er.
En stundum lyftist tjald frá ljóssins opi
og hljóðlaust líða inn þau myndar skil
sem sjást í spenntra lima þöglu hopi
og hætt‘ í hjartanu að vera til.
Rainer Maria Rilke (1875-1926) var þýzkumælandi skáld, fæddur í Prag,
en bjó víða í Evrópu. Hann er eitt þekktasta ljóðskáld þýzkrar tungu og
eftir hann hafa verið þýdd mörg ljóð á íslenzku. Hann skrifaði einnig
prósa og á íslenzku hefur komið verkið Sögur af himnafóður. (Mbl. 24.
8. 1996).
Lesanda sem er vanur íslenskum kveðskap mun finnast undarleg upplifun
að þessari þýðingu. Augað eða eyrað leitar ósjálfrátt að ljóðstöfum, finnst
sér e.t.v. vera strítt þegar upphafsstafir eru endurteknar, en svo hrynur
grunnurinn undan lesanda - hann finnur, líkt og dýrið í búrinu, að hann
er kominn á ókunnugan stað þar sem hann kann ekki reglurnar. Mér finnst
þetta virka í þessu samhengi. Lesandi sem er hálfvegis áttavilltur neyðist til
að hlusta á merkingu orða ferskum eyrum.
A sama tíma finnst mér stuðlunarleysið ljá orðunum dýpt og alvöru.
Það er líka betra bergmál af hljóðinu í þýzka ljóðinu.
Ekki er hér með sagt að þýðingin hefði ekki virkað ef hún hefði ekki
verið með fyrstu tilraunum Islendinga (mér vitanlega) til að yrkja bundið
90
á .jfrrydjá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008