Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 94
Kendra Willson
Heiti Ijóðsins, Der Panther, er hér þýtt Hlébarðinn, þótt bæði Tveggja
postula saga Jóns og Jakobs og Kristján Fjallaskáld tali um panþer eða
panþerdýr (Lesbók 14.9.1996).
Það leynir sér ekki að í þessu bréfi er reynt markvisst að innlima ljóðið í
íslenska hefð og skoða það í íslensku samhengi. Sveinbjörn leggur mennta-
skólaþýsku sína til jafns við sérhæfða menntun Gauta og búsetu í Þýskalandi.
Tilgangur Sveinbjarnar með þessari þýðingu er greinilega að leiðrétta það
brot gegn íslenskri hefð sem hann álítur óstuðlaða þýðingu Gauta vera.
I þessu bréfi er Gauti ekki nefndur á nafn. Þýðing Sveinbjarnar „fær að
láni“ ýmislegt úr þýðingu Gauta, t.d. „stafir“ fyrir „Stábe“ og rímið „stafa“
- „hafa“ í fyrsta erindi.
Stuðlarnir í þýðingu Sveinbjarnar eru ávallt í áherslustöðu og í sumum
tilvikum á orðum sem hafa ekki beinar samsvaranir í þýska frumtextanum,
t.d. „stæltra“ í 1. línu. Þetta gerir ljóðstafina sérstaklega áberandi. Þýðing
Sveinbjarnar er miklu fjær frumtextanum í setningaskipan heldur en þýð-
ing Gauta og stíllinn tilgerðarlegri: sbr. fyrstu tvær línur: „Sein Blick ist
vom Vorúbergehn der Stábe/so múd geworden, dal? er nichts mehr hált“
verður hjá Gauta „Augað er af lestri slíkra stafa, / svo lúið að það fær því
ekki beitt“, en hjá Sveinbirni „Svo þreytt hans sjón af röðun stæltra stafa/ að
staðnæmst ekki fær við nokkur skil“ þar sem lýsingarorðið er fært fremst,
lýsingarorðinu „stæltra" bætt við og orðaröð í 2. línu fremur snúin.
Viðbrögð Sveinbjarnar hafa greinilega ekki snúist um túlkun á þýska
textanum né bókmenntalegt gildi þýðingarinnar heldur um ljóðstafina.
Ritstjórn Lesbókar virðist taka undir með Sveinbirni með þögn sinni, með
því að birta þessa þýðingu ásamt frumtextanum en án athugasemda og án
þess að geta nafns Gauta.
Ritstjórnin tók virkari þátt í mótmælum gegn óstuðlaðri þýðingu
Gauta tveimur vikum seinna (28. september 1996) þegar Lesbók birti eldri
þýðingu eftir Helga Hálfdanarson ásamt skýringu með nafnlausri alviturs-
rödd ritstjóra þar sem minnst er á óánægju Sveinbjarnar með þýðingu
Gauta án þess að nefna þá á nafn.
Hlébarðinn (í Jardin des Plantes, París)
Þýð.: Helgi Hálfdanarson
Hann skrefar fyrir innan ótal stengur,
og augnaráðið löngu tómt og þreytt,
því utanvið er engin veröld lengur,
einungis stengur; - síðan ekki neitt.
92
á jffiay/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008