Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 97
Jónas og hlébarSinn - Ljóðstafir og viðtökur Ijóðaþýðinga
sýnist það vera miklu nær því að vera ‘frjáls Ijóðstöfun’, en ljóðstöfun stíft
samkvæmt íslenskum bragreglum“ (Gauti Kristmannsson 19960).
Gauti tekur fram: „ég er alls ekki haldinn þeirri kreddu að stuðlar og
höfuðstafir séu meginþröskuldurinn í vegi skáldskaparins, einungis and-
snúinn þeirri kreddu að alltaf verði að setja stuðla og höfuðstafi inn í þýð-
ingar á formbundnum ljóðum sem ekki hafa þessi einkenni“ (Gauti Krist-
mannsson i99Ób).
Gauti hælir Helga Hálfdanarsyni fyrir að hafa „gert meira við formið
en að tengja það íslenskum bragreglum“. Jónas fær líka hrós fyrir að sam-
eina íslenska ljóðstafi við erlenda strauma í ljóðlist: „Þó að Carlyle hafi í
hetjuritgerð sinni um skáldin einnig skammast út í stuðla og rím sýndi
samtíðarmaður hans og þjóðskáldið íslenska, Jónas, fram á að unnt er að
halda í stuðlahefðina í fornum háttum útlendum, og er skiljanlegt að slík-
ur samruni hafi verið einhver mesta endurnýjun í íslenskum brag sem um
getur“ (Gauti Kristmannsson 1996^).
Síðasta framlag til hlébarðaritdeilunnar var enn ein (stuðluð) þýðing á
ljóðinu, sem birtist í Lesbók 26. október 1996 ásamt bréfi sem má túlka sem
hógvær sáttarorð:
Pardusdýrið
Þýð.: Hörður Einarsson
I dýrsins augum þreyta og þjáning búa.
Af þrammi um búrið tregastjarft og leitt.
Því sýnist að það sjái þúsund rimla
og síðan, handan þeirra, ekki neitt.
Hinn hægi, þekki, þófamjúki gangur
sem það í tilgangslausa hringi knýr,
er kraftsins dans um aðeins eina miðju
og innst í henni slævður viljinn býr.
En stundum hljóðlaust lyftast augnalokin
og litla hríð er sýnin því í vil,
sú tálsýn sem fer eldi um hug. Og hjarta,
og hættir einmitt þar að vera til.
Fjórir ljóðaþýðendur hafa að undanförnu birt þýðingar sínar á þessu
fræga Ijóði Rilkes. Enn bætist einn í þann hóp og er hann tannlæknir í
Reykjavík {Lesbók Mbl. 26.10.1996).6
6 Þótt þess sé ekki getið í Lesbók hafði þessi þýðing áður birst í Ljóðaormi (1990: 31).
á .fiL/'Rý/rhá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
95